Úrval - 01.06.1962, Síða 26
34
ur i köstum, — eins og tilfinn-
ingin um aukna og hverfandi
þyngd handa og fóta, missýning-
ar og annað þessháttar. Á þessu
stigi gætti gleymsku talsvert,
einnig meðvitundarleysis stutta
stund, eins og svefnhöfga meðan
verið var að tala. Einn eða tveir
af „vökumönnunum" okkar áttu
það til að gleyma, hverjir þeir
voru, hvar þeir voru staddir og
til hvers. í lok vökunnar misstu
margir getuna til að hugsa óhlut-
rænt (abstrakt). Eftir fjórtán
ÚR VAL
tima svefn höfðu flestir þeirra
náð sér alveg aftur.
Og hvað er að segja um hinar
nýuppgötvuðu lífefnalegu verk-
anir (biochemical) ? „Mér virðist
helzt, að likaminn hafi yfir ein-
hverju efni að ráða, sem eyðist
i vökunni og endurnýist i svefn-
inum, og þegar ekki er um svefn
að ræða, verði efni þetta að
myndast eftir öðrum leiðum. En
ekki hefur tekizt að henda reið-
ur á efni þessu eða sanna til-
veru þess.“
Vellir hinna glötuðu sálna.
Á VANCOUVEREYJU í brezku Columbíu í Kanada er skógi-
vaxin og vötnum stráð flatneskja, sem Indíánaættkvíslir þar um
slóðir forðuðust og óttuðust mest af öllu. Fram til ársins
1925 hafði varla nokkur hvítur maður drepið þar niður fæti,
en þá var farið að höggva skógana á svæðinu og menn tóku að
sækja til vatnanna til skemmtiveiða á sumrum. Indiánar töldu
ýmsa furðulega hluti gerast á þessum slóðum. En tilefni þeirra
voru þær fáheyrðu skelfingar er einhvern tima í fyrndinni
áttu að hafa gerzt þar, að mikill fjöldi manns hvarf þar allsendis
sporlaust, þannig að hvorki varð vart við föt þeirra, vopn ellegar
líkamsleifar. Samt truði fólk því,að allt væri þetta einhvers
staðar hulið i þessum völlum, og um nætur áttu að heyrast
dularfullar raddir, sem voru að reyna að leiða mennska menn í
allan sannleikann um hvarf fólksins. En þetta land hefur lika
undarlegan svip. Trén eru þyngslaleg og greinar slúta, vegna
mikilla snjóalaga á vetrum. Og þarna sprettur ótrúlegur fjöldi
blóma. — Wide World.