Úrval - 01.06.1962, Page 27
Fer
loftslagið
hlýnandi ?
Hvaða áhrif hafa veðurfars-
sveiflur og hversu mikið fer
fyrir þeim?
Eftir
Leo Lysgaard.
EFTIR því sem gömul saga
segir, háðu sólin og vindur-
inn einu sinni einvígi um
það, hvort þeirra væri máttugra;
skyldi sá teljast máttugri, sem
gæti komið manni einum til að
fara úr frakkanum sínum. Vind-
urinn byrjaði og blés af öllum
kröftum, en það varð ekki til
annars en þess, að maðurinn
sveipaði yfirhöfninni þéttar að
sér, og varð vindurinn að gefast
upp. En undir eins og sólin hellti
geislum sínum yfir jörðina, flýtti
maðurinn sér að fækka fötum.
í vissum skilningi er þessi
saga sí og æ að endurtaka sig,
enda þótt við mennirnir verðum
þess naumast varir. Hvert ein-
stakt einvígi fer nefnilega ekki
fram á einum degi, heldur tekur
yfir áraraðir. Rannsókn á veður-
breytingum yfir langan tíma leið-
ir sem sé í ljós, að svo virðist sem
köldu loftstraumarnir láti meira
að sér kveða um eitt árabilið en
annað, og þess á milli taki sól og
hlýja völdin. Hlýindaskeiðin hafa
m.a. í för með sér breytingu á
klæðaburði mannfólksins og
auka útilífið. Allir finna þann
mun, sem er á hitastiginu hina
einstöku daga, — en að sumrin
og veturnir verði smátt og smátt
heitari eða kaldari að meðaltali
getum við einungis fullvissað
Úr Vor Viden, stytt —
35