Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 28
36
okkur um með því að be-ra saman
veðurskýrslur yfir mörg ár.
Svo sem kunnugt er, þá er
fyrirbæri það, sem nefnist „veð-
ur“ ekki annað en ástandið í
lofthvolfi jarðar í þann og þann
svipinn. Og „loftslagið" á hverj-
um stað er meðaltalið af þessu
veðri. Sú hefð hefur komizt á,
að miða meðaltalsúrtakið við
þrjátíu ár. Veðurathuganastöðv-
arnar, sem eru dreifðar vítt um
lönd og höf, sjá um daglegar
mælingar á hita loftsins, þrýst-
ingnum, rakanum, styrk vindsins
og stefnu, úrkomu, fjölda sól-
skinsstunda og fleira. Gerðar eru
um þetta greinargóðar skýrslur,
og eftir þeim eru svo reiknuð
meðaltöl yfir einstaka mánuði og
ár. Þannig er auðvelt að bera
saman einstök timabil. Seu til
dæmis borin saman meðaltöl ár-
anna 1881—1910 og 1911—1940,
kemur í Ijós sú loftslagsbreyting,
sem átt hefur sér stað þrjátíu-ára
timabilið milli 1911 og 1940.
í Danmörku til dæmis er veð-
urfarið þannig nú, að köldustu
veturnir eru álíka kaldir og fyrr-
um, en mildustu veturnir eru
mildari en þeir voru áður. Heit-
ustu sumrin virðast nú ekki vera
eins heit og áður var og þau sval-
ari ekki eins svöl. Nú orðið er
minna um harða vetur og svöl
sumur í Danmörku, en aftur á
ÚRVAL
móti meira um milda vetur og
hlýrri sumur.
Á heimskautasvæðinu og í hin-
um norðlægari iöndum hefur
meðalhitastig yfir vetrarmánuð-
ina undanfarna áratugi stigið á-
berandi mikið. í Jakobshöfn á
Vestur-Grænlandi hefur meðal
hiti janúarmánaðar stigið um 4,4
gráður á tímabilinu 1911 til 1940
og um 2,4 gráður á Svalbarða
árin 1923 til 1940. Við miðbaug
hefur meðalhitinn i Batavia á
Jövu stigið um 0,6 gráður í janú-
ar og 0,8 gráður í júlí frá 1895
til 1940. Hvað ailt norðurhvel
jarðar snertir hefur hitastigið á
tímabilinu 1911 til 1940 stigið um
tvo þriðju úr gráðu í janúar,
þriðjung úr gráðu í júlí, og með-
altalshækkunin yfir árið er þriðj-
ungur úr gráðu.
I Danmörku hefur úrkoman í
heild farið vaxandi þar til á
þriðja tug aldarinnar (indtil 20-
erne), en eftir það fór að draga
úr ársúrkomunni. Janúar og
september hafa þó haft aukna úr-
komu síðari árin. í tempraða
beltinu nyrðra og enn norðar
svo og á staðvindasvæðunum hef-
ur úrkoman verið fremur stíg-
andi, en aftur á móti minnkandi
á svalari svæðum hitabeltisins,
(subtropiske zoner), eins og í
Bandaríkjunum, Afríku og Ástra-
líu. Hæsta aukning á úrkomu er