Úrval - 01.06.1962, Side 30
38
UR VAL
er almenn skoðun vísindamanna,
að loftslagsbreytingar eigi rætur
sinar að rekja til sveiflna i orku-
magni sólargeislanna. Sú breyí-
ing á geislaorku, sem nægir til
að hækka eða lækka hitastigið á
jörðunni um eina gráðu, er svo
lítil, að enn hefur það ekki verið
fullsannað með mælitækjum.
Flestir hugsa sjálfsagt sem svo,
að nokkurra gráða hitahækkun
á vetrum og einnar gráðu hækk-
un á sumrum valdi ekki miklum
mismun, en það er samt ekki til-
fellið. Reynslan sannar það. Ör-
lítili hitamunur á tiltölulega
stuttu tímabili hefur að sönnu
næsta lítil áhrif, en nái þessi
breyting yfir áratugi, verður ann-
að uppi á teningnum. Við ættum
að geta ímyndað okkur þá breyt-
ingu, sem verður á gróðurlífinu
við það til dæmis, að meðalhiti
vetrarins hækkaði úr einnar
gráðu frosti i einnar gráðu hita.
Athuganir hafa líka leitt í ijós, að
á norðurhveli jarðar hefur þeim
stöðum fjölgað, þar sem hægt er
að skera upp jarðargróður tvisvar
sinnum á ári, og að dýr og plönt-
ur teygja sig hærra ti! fjalla og
lengra og lengra norður á bóg-
inn en áður.
í Danmörku hefur dýra- og
piöntulífið smátt og smátt tekið
breytingum og fengið svip suð-
lægari landa Evrópu. Þannig eru
sumrin í Danmörku nú viðlíka
hlý og í Normandi í Frakklandi,
og veturnir ekki kaldari en í
Mílanó á Ítalíu á öldinni sem leið.
í blómagörðum Danmerkur
dafna nú blómategundir, sem
ekki sáust þar fyrir mannsaldri
síðan, og ekki færri en 25 nýjar
fuglategundir hafa tekið sér ból-
festu í landinu, og í sjónum um-
hverfis landið dafna nú fleiri
fiskategundir en áður var.
Að þessu athuguðu er ekki að
undra, þótt í Skandínavíu, Rúss-
landi, Síberíu og Kanada sé talað
um batnandi veðurfar, en aftur
á móti hið gagnstæða á þeim
landssvæðum, þar sem loftslagið
hefur orðið þurrara, eins og í
Bandaríkjunum, Afríku og Ástra-
líu, en sumar eyðimerkurnar i
þessum löndum fara stækkandi
vegna minnkandi úrkomu.
Nyrzt í Evrópu hefur lofts-
lagsbreytingin haft sérstaklega
mikla þýðingu, þvi þar hefur
breytingin orðið svo mikil, að
afturkippur mundi hafa alvarleg-
ar afleiðingar. Á tímabilinu 1910
til 1920 varð hið ldýnandi
veðurfar ti! þess meðal annars,
að fiskur streymdi í stórum stíl
til norðlægu hafanna -— þeirra
grænlenzku. En þetta hlýnandi
veður hafði líka í för með sér
mikla bráðnun á heimskauta- og
jöklaísnum, og þetta lífefna-