Úrval - 01.06.1962, Síða 33
MAÐURINN NEMUR HAFDJÚPIN
41
ara. Grikkir brugðu lika fyrir
sig köfun í sambandi við hern-
að, og er sagan um Scyllias fræg,
en Herodotus minnist á, að hann
hafi tekið þátt i ófriði á 5. öld
fyrir Krist gegn flota Xerxes.
Annað frásagnarvert átti sér
stað í lok 5. aldarinnar fyrir
Krist, þegar Spartverjar biðu
ósigur fyrir Aþenumönnum á
Sphacteria-eyjunni úti fyrir suð-
urströnd Grikklands. Fært hefur
verið í letur, að Aþenumenn hafi
haft í þjónustu sinni „kafara“,
sem syntu undir yfirborðinu og
drógu á eftir sér vatnsbelgi
(water-skins) svo skipverjar
gætu svalað þorstanum.
En frægust er iíklega sagan af
íbúum Byzantine (þar sem
Istambul er nú), en hermenn
Septimus-Severus sigruðu þessa
borg. „Froskmennirnir“ þeirra
köfuðu undir skip Rómverjanna,
festu króka í kilina og hjuggu
á festarnar. Eftir örstutta stund
tók hinn glæsti floti Rómverj-
anna að sigla í áttina að strönd
óvinanna, og hinir „sigruðu“
borgarbúar hirtu ógrynni mat-
væla, sem voru geymd i skip-
unum.
Það er kannski erfitt að trúa
sögum um slík þrekvirki. En
lýsing Aristotelesar auðveldar
manni skilninginn: „Kafararnir
höfðu tæki, sem gerði þeim
kleift að vera langtímum saman
undir yfirborðinu; tæki þetta var
nokkurs konar strútur, sem náði
frá vitum kafarans upp á yfir-
borðið, og hann andaði í gegn
um. Þetta er sama aðferðin og
fílar nota, þegar þeir þurfa að
komast leiðar sinnar undir yfir-
borði A'atns: Þá halda þeir rana-
totunni upp úr vatninu og anda
þar í gegn.“
Á miðöldunum og jafnvel end-
urreisnartímahilinu beindist á-
hugi Evrópumanna fremur að út-
hafinu en Miðjarðarhafinu, se-m
var orðið vettvangur miskunn-
arlítilla sjóræningja. Úthafið var
enn „hið mikla óþekkta“, —
heimkynni skrímsla og haf-
meyja, ógnvekjandi dularheim-
ur. Fyrst var byrjað að rita um
dýralíf sjávarins á endurreisn-
artímabilinu, og sýna þau skrif,
að höfundar þeirra trúðu e-nn á
fjarstæðukenndu sögurnar um
sjóskrímslin. Mörgum finnst
sjálfsagt kynlegt, að slíkar furðu-
sagnir skuli hafa gengið í vís-
indalega sinnaða menn á tímum,
þegar verið var að leggja drög
að vísindum nútímans. En menn
voru furðu fávísir og barnalegir
í öllu, sem viðkom sjónum. Jafn-
vel Linnaeus, hinn mikli, sænski
grasa- og dýrafræðingur, trúði á
tilveru sæskrímsla, sem væru svo
stór, að sjómenn gætu stigið þar