Úrval - 01.06.1962, Side 35
MAÐVRINN NÉMUR HAFDJÚPIN
43
(eða nákvæmara 6035 metra).
Síðan hafa að sjálfsögðu orð-
ið miklar framfarir í rannsókn-
araðferðum og margvísleg þekk-
ing bætzt við. Nú á tímum eru
menn ósmeykir við að kafa undir
yfirborðið í margs konar útbún-
aði, hvort heldur er til gamans,
rannsókna eða ýmiss konar
vinnu. Hafdjúpin eru ekki jafn-
fjarlæg og ógnvekjandi og áð-
ur var.
Vandaðu mál þitt
v______________________j
HÉR fara á eftir 10 íslenzk orð-
tök. Merkingu þeirra er að finna
í einhverju þeirra orðasambanda,
sem á eftir fara.Ef þú finnur rétta
merkingu 9—10 orðtaka, ert þú
að líkindum mjög fróöur um móð-
urmál þitt og fróöur, ef Þú hefur
7—8 orðtök rétt. En ef Þú þekkir
færri en 5, ert þú fáfróöur.
1. Bera létt reyfiö sitt,
vera léttúðarfullur, ganga létt-
klæddur, láta erfiðleika lítt á sig
fá.
2. Reisa rönd viö emhverju,
fyrirlíta eitthvað, veita einhverju
mótspyrnu, grípa tækifærið.
3. Hafa öll segl uppi,
vera hreykinn, beita öllum ráðum,
láta til skarar skríða.
4. Leíka skollaleik,
fara í felur, skrökva, hafa undir-
hyggju í frammi.
5. Fá smjörþefinn af einhverju,
fá að kenna á einhverju, njóta ein-
hvers, vera sýnd veiðin en ekki
gefin.
6. Láta drífa um stafn,
fara geyst, vera þrætugjarn, láta
skeika að sköpuðu.
7. Bera slettu af einhverjum,
taka málstað einhvers, fara hall-
oka fyrir einhverjum, gripa i tómt.
8. Láta sverfa til stáls,
vera Þolgóður, knýja fram úrslit
með hörku, vanda verk sitt.
9. Kasta steini um megn sér.
færast of mikið i fang, hafa ásak-
anir í frammi, bregðast skyldu
sinni.
10. Reisa foátt stýriö,
setja sér erfitt takmark, hafa yfir-
gang í frammi, stæra sig.
Lausn á bls. 119.