Úrval - 01.06.1962, Síða 38
46
ÚR VAL
daglega fyrir augunum samborg-
ara, sem skortir ekki félagsskap.
Rannsókn, sem gerS var um
sjálfsmorð i London árið 1955,
leiddi í Ijós, a<5 þrenns konar
manneskjur voru hér í miklum
meirihluta: í fyrsta lagi fólk,
sem bjó eitt síns liðs í leiguíbúð-
um, í öðru lagi þeir, sem höfðu
oft bústaðaskipti, og í þriðja lagi
fráskilið fólk. Skýrslur yfir þrjá
áratugi sýndu, að tala sjálfsmorða
í borginni var hæst í West End-
hverfinu og norðvestur-borginni,
en þar hafði fólk tíðast bústaða-
skipti. Hins vegar var hlutfalls-
talan áberandi lág í suðurborg-
inni, jjar sem fjölskyldur voru
þaulsætnari i íbúðum sinum; hið
sama var að segja um hin hreinu
launamannahverfi, þar sem viss-
ar erfðavenjur höfðu myndazt og
talsvert bar á kunningsskap ná-
granna og sambýlisfólks. Ailt
bendir þetta til, að hin einmana
sál, ógifta manneskjan eða frá-
skilda eða sem misst hefur maka
sinn, er líldegri til að stytta sér
aldur en nokkur annar.
Walter J., deildarstjórinn hjá
vátryggingarfélaginu, er dæmi
um aðra algenga orsök til sjálfs-
morða. Hann var hvorki einmana
né átti i fjárhags- eða viðskipta-
legum örðugleikum. Samstarfs-
menn hans hrósuðu honum fyrir
dugnað og ráðvendni. Ástæðan
hjá honum var aivarlegt þung-
lyndi.
Flest höfum við sjálfsagt feng-
ið að kenna á leiðinda- eða þung-
lyndisköstum, en i flestum til-
fellum eru þau ekki alvarleg, og
maður huggar sig við, að þetta
gangi yfir og maður eigi eftir að
taka gleði sina á ný. En stund-
um verður hugarkvölin margfalt
þungbærari, svo manneskjan
verður ekki með sjálfri sér. Hugs-
unin sljóvgast, og engin bjart-
sýnisglæta kemst að, framtaks-
semin lamast og úrræðaleysi
kemur í staðinn.
Sá sem verður var við, að
skyldmenni eða vinur er fallinn
í þessháttar þunglyndi, ætti ekki
að láta hann afskiptalausan,
lieldur fá hann lil að leita til
læknis; sýna honum nærgætni en
viðhafa samt fulla einurð. Allt
er betra en einangrun og af-
skiptaleysi. Nú á dögum hafa
taugalæknarnir ýmis ráð til að
létta undir með sjúklingum sín-
um. Oft þarf ekki nema herzlu-
muninn til að koma í veg fyrir,
að slikir sjúklingar stytti sér ald-
ur. Það dapurlegasta við loessi
mál er, hversu mörg sjálfsmorð
eiga sér stað vegna klaufaskapar
og afskiptaleysis annarra.
Af ýmsu má sjá, hvort um
alvarlegt þunglyndi er að ræða
eða ekki, eins og óreglu á svefni