Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 42
50
ÚR VAL
við Altweiberfastnacht? Einfald-
lega þetta: Það er eini dagurinn
á árinu, þegar kvenfólkinu leyfist
að taka frumkvæðið. Og á þann
hátt, sem það sjálft vill.
Ef til dæmis roskin kona sér
myndarlegan pilt á götunni, get-
ur enginn sagt neitt við því, þótt
hún rjúki á hann, fáðmi hann
að sér og knúskyssi hann. Stúlka,
sem ætlar í mannfagnað, má
bjóða hvaða pilti sem hún kýs,
með sér. Og það þykir móðgandi,
ef hann tekur hana ekki upp á
sina arma, sé hann ekki þegar
ráðinn annars staðar. I sam-
kvæminu sjálfu er stúlkunum ætl-
að að biðja piltana um dansa, og
mega jafnvel ganga svo langt að
fara fram á dálítinn göngutúr —
eða eitthvað meira — eftir á. Og
loks þykir ekki óviðeigandi, að
stúlka spyrji hinnar stóru spurn-
ingar á Altweiberfastnacht. Allir
vita, hvað átt er við með „hinni
stóru spurningu", þegar ung
stúlka á í hlut.
Jæja, ekki veit ég, hvernig ykk-
ur lizt á þetta, en ég sem karl-
maður get ekki sagt annað en
að mér þykir fyrirkomulagið
girnilegt, og min vegna mætti
taka það upp hér í Englandi -—
og láta það halda gildi árið um
kring.
Oft hefur hvarflað að mér, að
það hljóti að vera miður æski-
legt að vera kvenmaður, jafnvel
þótt fallegur sé. Ef stúlku lízt
vel á pilt, verður hún að fara
eftir ýmsum krókaleiðum til að
komast að hug hans til sín. Og
á dansleikjum verða stúlkurnar
að eiga það undir náð forsjón-
arinnar, hvaða piltar dansa við
þær. En hvaða piltur sem er og
hversu ljótur sem hann kann að
vera, telur sig hafa rétt til að
bjóða upp hverri þeirri stúlku,
sem honum lízt vel á og móðgast,
ef honum er synjað.
Stundum þarf stúlka að bíða
lengi eftir fyrsta kossinum frá
sinum elskandi, en feimna pilti.
Það þykir ekki viðurkvæmilegt,
að hún taki frumkvæðið i sínar
hendur sjálf, enda þótt öll skyn-
semi geti mælt með þvi. Og stund-
um þurfa stúlkurnar að bíða ár-
um saman eftir, að piltarnir
þeirra hafi uppburði í sér til að
minnast á giftingu við þær. Ein-
urðarleysi karlmannanna hefur
oftlega komið í veg fyrir, að
nokkuð yrði úr æskilegum kunn-
ingsskap. Stundum er ástæðan sú,
að pilturinn veigrar sér við að
stofna til kunningsskapar við
stúlkuna, sem honum lízt bezt á,
af þvi hann telur möguleika sina
svo litla. Hann leitar því lags
við þá „næstbeztu", og þar er
ekkert til fyrirstöðu.
En nokkrum árum síðar kemst