Úrval - 01.06.1962, Síða 46
54
ÚR VAL
eftir því, hvernig á stendur með
„hrynjandi“ líkamans í það og
það sinnið. Eftir þessu að dæma,
verður að álykta, að ekki sé allt-
af nægilegt að sjúklingur fái rétt
lyf, heldur verði lika að neyta
þeirra á réttum tíma.
Nýlega hefur komið fram sú
kenning, að hinir ýmsu þættir
likamsstarfseminnar hafi sína
„hrynjandi“, sem þó séu sam-
ræmdar hver annarri og hvílist
til skiptis; en ýmislegt geti rask-
að því skipulagi og afleiðingar
verði veikindi.
Sú spurning' leitar nú á menn,
hvort mögulegt sé að skapa til-
búið, ónáttúrlegt umhverfi, fyrir
me-nn að dvelja í um langan
tíma, annaðhvort i kafbátum eða
geimskipum, þar sem ekkert til-
lit er tekið til lífshrynjand-
innar.
Dr. Frank A. Brown segir:
„Óhætt er að fullyrða, að allt
lifandi er háð einhvers konar
háttvísi eða sveiflum og lagar
sig eftir því. Og þessi reglusemi
er í flestum eða öllum tilfellum
nauðsynleg, til að lífverurnar
geti safnað orku og eytt henni á
víxl.“
Frábitnir gripdeildum.
GRÆNLENDINGAR eru frábitnir gripdeildum, einkanlega sín
á milli og hafa hvorki hús né hirzlur að geyma föng sin í; því
þó allt liggi á viðavangi, tekur enginn það, sem hann veit að
annar á. Að hnupla frá Dönum þykír minni synd, ef færi gefst
. .. það er einkum kaffi, brennivín eða matvæli. Öætir munir
hverfa sjaldan þótt úti liggi eða í opnum húsum.
— Frá Grænlandi.
Um tár.
TÁR eru sumarskúrir sálarinnar. — Alfred Austin.
TÁR fagurrar konu eru fegurri en bros hennar. Campell.
ORÐ, sem gráta, og tár, sem tala. Cowley.