Úrval - 01.06.1962, Page 50
58
ÚRVAL
il iir hurðarskrá og fleygði hon-
uin ofan í skó, er var á gólfinu.
Hringingarathöfn í enskri
kirkju var trufluð af því, að hvít-
glóandi eldhnöttur rann inn eft-
ir ganginum milli bekkjaraðanna.
Þegar hann snerti altarið, sundr-
aðist hann og skildi eftir brenni-
steinsfýlu (sem auðvitað á sízt
að vera í kirkju!)
Þessi atvik koma manni fyrir
sjónir eins og galdrasendingar,
en orsöldn var þó öldungis nátt-
úrleg — elding. Þó að vísinda-
menn geri margvíslegar tilraun-
ir með eldingar, m. a. láti þær
koma, eru þó mörg skringilegustu
prakkarastrik eldingarinnar ó-
skýrð enn.
Óteljandi dæmi eru um það, að
eldmg hafi svipt mann klæðum,
þannig að hann stóð allsnakinn
eftir, en sjálfur óskaddaður. Eitt
sinn breytti elding járnkeðju í
járnstöng og öðru sinni drap
hún veiðimann, án þess að hleypa
úr byssunni. sem hann hélt á.
Eitt undarlegasta fyrirhrigði,
sem gerzt hefur af völdum eld-
ígar er, að stafirnir DD voru
brennimerktir á læri á manni,
••r varð fyrir eldingu og missti
um stund meðvitund. Læknirinn,
sem stundaði manninn, þekkti,
að stafirnir voru sams konar og
verið höfðu á skjaldbökuskelja-
buddu, sem Iiafði verið stolið frá
honum nokkrum dögum fyrr.
Maðurinn játaði á sig þjófnaðinn,
og hafði hann haft budduna í
buxnavasanum, þegar eldingunni
laust niður.
Ef litið er yfir skjallegar heim-
ildir um prakkarastrik eldingar-
innar síðustu hundrað ár, er sem
verið sé að lesa frásögn um
mann, sem er meistari í þeirri
kúnst að grípa og fella hluti úr
höndum annarra. Eitt sinn nam
elding á brott gyllinguna af
tveimur myndarömmum, án þess
að skemma nokkuð myndirnar
eða rammana að öðru leyti. Svipt
var prjónum úr höndum tveggja
kvenna, er snöggt leiftur fór hjá,
en engin spjöll urðu önnur. Úr,
sem ekki hafði gengið í langan
tíma, fór af stað á ný, þegar eld-
ingu laust niður í eigandann.
Einu sinni tók elding spegil af
nagla uppi á vegg ög setti hann
svo varlega á gólfið, að hann
brotnaði ekki. En samtímis mol-
aði elding hús niður í grunn rétt
hjá. Og níðangurslegt var það
hrekkjabragð, þegar eldingu Iaust
niður um reykháf, þar sem verið
var að halda dansleik og fólk
klætt sínu dýrasta skrúði. Eld-
ingin hreinsaði allt sót niður
reykháfinn og jós því svo inn
um salinn út úr eldstæðinu, svo
heiftarlega, að þar varð allt
svart, fólk og húsakynni.