Úrval - 01.06.1962, Page 51
STAÐIiEYNDIIi UM ELDINGAR
59
Mestu furSusögurnar eru þó
um kúlueldingar, sem hafa þann
leiða vana að smeygja sér inn í
hús. Einu sinni sást, hvar kúlu-
elding hratt opnum dyrum á
íbúðarhúsi í útjaSri borgar. Öðru
sinni potaði sveitastúlka i kúlu-
eldingu, sem læðzt hafði inn í
gripahúsin hjá föður hennar.
Eidingin sprakk og drap alla
nautgripina, en stúlkuna sakaði
ekki.
Þá eru dæmi um, að eldingar
hafi leikið furðulega á menn
bæði líkamlega og andlega, því
að þær ekki einasta drepa og
slasa, heldur jafnvel stundum
lækna. Heyrnarlaus drengur var
lostinn eldingu og hlaut heyrn-
ina við það, og biindur verka-
maður varð lostinn eldingu og
fékk sjón. Þá er og ekki óþekkt,
að iamaðir iimir hafi fengið
mátt, jafnvel þótt læknishjálp
hafi verið algerlega árangurs-
laus. Jafnvel geðbilað fólk hefur
náð sér að fullu við það að verða
fyrir eldingarlosti, enda þá lík-
itga um að ræða sams konar með-
höndlun og slíkir fá oft nú orðið
með raflosti.
Eitthvert ailra versta prakk-
arastrik, sem elding hefur unnið,
gerðist i Gelendin í Peru. Ung
og fögur lcona var alsaklaus á
gangi úti á götu, er hún varð
fyrir eldingu, sem svipti hana
svo gersamlega kiæðum, að hún
stóð eftir á götunni eins og Eva
í Paradis forðum. Sjálfa sakaði
hana ekki, að öðru leyti en þvi,
að hún missti algerlega málið.
Þótt eldingin sé stundum leik-
full og gamansöm, býr hún yfir
slíkum tröllamætti á bak við
brosandi andlit, að engin manna-
verk geta staðizt. Einn einasti
þrumufleygur leysir úr læðingi
meiri orku á einum átta milljón-
asta parti úr sekúndu, en allir
rafalar jarðarinnar geta fram-
leitt.
TVEIR aldraðir menn voru stofufélagar á Elliheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði. Annar hafði átt við að stríða mikið ólán með
son sinn, er réð sér bana. Þetta barst í tal með gömlu mönnunum.
Þá sagði hinn:
— Já, það er nú svo, að næst barnaláni er bezt að eiga ekk-
ert barn. — Exó.