Úrval - 01.06.1962, Side 59
ÞEIR FÁ HEYRNINA AFTUR
67
viS hinn ytri útbúnað eyrans.
Hvernig nemur taugin áhrifin?
er spurt. Allar vísindarannsókn-
ir eru frekar á tíma og fé, en
augu fjárveitingavaldsins eru
smátt og smátt að opnast fyrir
því, að framþróuninni verður
að fylgja jafnt eftir, á sem flest-
um sviðum. Þess vegna eru sér-
fræðingar í eyrnasjúkdómum
bjartsýnir á þá möguleika, sem
framundan eru.
Kraftaverkið á aftökupallinum.
Það var í ágúst 1893, að ungur bóndi i Mississippi i Banda-
rikjunum, Will Purvis að nafni, var dæmdur til dauða fyrir
að hafa ráðið nágranna sínum bana eftir sennu nokkra, er
varð þeirra í milli. Samt staðhæfði hann í gegnum öll réttar-
höldin, að hann væri saklaus. 7. febrúar árið eftir átti að hengja
bóndann. Hópur manna safnaðist saman á aftökustaðnum, og
voru víst flestir trúaðir á sakleysi hans. Þeir horfðu á, er svarta
hettan var látin yfir höfuð hins dauðadæmda manns og snaran
fest svo sem venja er til. En þegar hleypt var niður lokunni
undir fótum mannsins, skall hann til jarðar ómeiddur. Snaran
hafði einhvern veginn losnað af hálsi hans. Verðir laganna ætl-
uðu nú að leiða hann aftur til aftöku. E'n áhorfendur töldu
þetta vera kraftaverk, sönnun fyrir sakleysi bóndans, og kröfð-
ust þess, að málinu yrði frestað og það lagt fyrir hærri dóms-
völd. Þrisvar sinnum var málinu áfrýjað án þess að nokkur
breyting fengist á dóminum, en viku áður en fullnægja skyldi
dauðadóminum, brauzt múgur inn í fangelsið og hafði fangann
á brott með sér. 1 ár var Will Purvis á laun hjá ættingjum
sínum og vinum í sveitinni, og gátu yfirvöldin ekki haft hendur
í hári hans, en þá breytti fylkisstjórnin dauðadóminum í lífs-
tíðar fangelsi, og Will gaf sig sjálfviljugur fram. 1898 var hann
svo náðaður eftir áskorun frá þúsundum Mississippibúa. Tveim
spurningum var þó ósvarað: Var hann saklaus eða sekur? og
hvernig stóð á því, að snaran brást, er átti að hengja hann
fyrst? — Fyrri spurningunni var svarað 1920. Þá játaði morð-
inginn á sig glæpinn skömmu áður en hann andaðist. Hinni
spurningunni verður aldrei svarað.
— Coronet.