Úrval - 01.06.1962, Síða 64
72
ÚIiVAL
marsvín strita við að koma vatns-
ósa dýnu upp á land.
Þúsundir manna hafa séð mar-
svín í dýragörðum leika ýmiss
konar listir — eins og að gamna
sér í boltaleik, blása i horn og
smjúga gegnum hindranir. Séð
hef ég ungt kvendýr setja sjó-
skjaldböku á trýnið á sér og
synda með hana um laugina.
Marsvinin eru lagin við að
„reka saman“ fiska í torfur, og
af þeim sökum eru þau oft nefnd
„kúasmalar sjávarins“. Fiskimað-
ur í Flórida sá eitt sinn tíu mar-
svín slá hring utan um fiskitorfu
og reka hana upp að ströndinni.
Þegar torfan komst ekki lengra,
skiptust marsvínin á að bregða
sér úr hringnum og fá sér saðn_
ingu. Á þessu var fyllsta regla og
samvinna, enda hefðu fiskarnir
slojjpið ella.
Uppi eru sagnir um, að mar-
svín hafi leiðbeint skipum gegn-
um hættuleg sund. „Pelorus
Jack“ er frægt, ótamið marsvín,
sem fyrst var veitt athygli í Peio-
rus-sundi við Nýja Sjáland árið
1888; en þá synti það á undan
skipi einu, svo það komst heilu
og höldnu gegnum hið skerjótta
Cook-sund og „French Pass“, þar
sem mörg skip höfðu brotnað í
spón. Sjómenn á þessum slóðum
voru farnir að leggja í vana sinn
að svipast um eftir „Pelorus
Jack“ og hafa bakuggann hans
að stefnumarki yfir hættusvæðin.
„Pelorus Jack“ varð fljótlega ein
af þeim persónum, sem sjómenn-
irnir gerðu sér tíðrætt um í höfn
og kunnu að meta að verðleikum,
því hann kom til móts við hvert
skip, sem var á leiðinni til hafnar
eða frá. Ymsir héldu þvi fram, að
það sem hann sæktist eftir, væri
vélarhljóðið, því hann leiðbcindi
aldrei seglskipum.
Ratvísi marsvínanna þyggist að
miklu leyti á næinri heyrn og getu
til að senda frá sér hljóð og nema
þau aftur sem bergmál (sonar).
Þessi sjálfskapaða tækni tekur
fram því, sem menn hafa fundið
upp af hugviti sínu. Leitartæki
mannanna geta ekki greint á
milli, hvort skipsskrokkur er úr
málmi eða tré ellegar hvort
flykkið undir yfirhorðinu cr kaf-
bátur eða hvalur.
Marsvínin eru miklar hermi-
krákur. I síðari heimsstyrjöldinni
rugluðu þau stundum kafbáta-
gæzluna með því að líkja eftir
mótorhljóði, bjölluhringingum og
fleiru. Þau geta einnig blístrað
líkt og fuglar, jafnvel blístrað fyr-
irlitlega. Og þau hafa heyrzt líkja
eftir marri í ryðguðum hjörum.
Sumir vísindamenn rannsaka
marsvín á ýmsar lundir. Meðal
annars er reynt að skilja mál