Úrval - 01.06.1962, Page 66
74
RÍR ERU þeir menn, serii
mér eru minnisstæðastir
allra þeirra manna, sem
ég hefi séð eða kynnzt
á lífsleiðinni, Halldór á Rauðamýri
sá ég og fann fyrstan þeirra
þriggja. Hinir tveir eru skáldin Ein-
ar Benediktsson og Hannes Haf-
stein.
Ég var þá innan við fermingar-
aldur, er ég fyrst leit þessa menn
þrjá. Var þá þegar búinn að hitta
Halldór á Rauðamýri sem höfð-
ingja sinnar sveitar vestur við ísa-
fjarðardjúp, er ég sá þá tvo ganga
saman á götu í Reykjavík, fyrir-
mennin og skáldahöfðingjana Ein-
ar Benediktsson og Hannes Haf-
stein.
Ég stóð og glápti á glæsileik
Ógleymanlegur maður
Hann
dó
standaincli
Eftir Skugga.
þessara manna, því heldur var ég
heimskur þá á þeim árum, og
spurði, hverjir þar færi, því ég
óskaði í inni mínu, að það væru
íslendingar, því persónugerðir
þeirra tvímenninga töfruðu mig.
Vænn vegfarandi sagði mér til
mannanna og að það væru íslend-
ingar. Þeirri frétt varð ég feginn.
Við fyrstu sýn fannst mér Hann-
es Hafstein enn meira glæsimenni
en Einar Benediktsson. En er fram
liðu stundir færðist fölvi á mynd
Hannesar meðan persónuleiki Ein-
ars varð mér æ skýrari í huga.
Haildór á Rauðamýri verður mér
alltaf ógleymanlegur.
Ég hygg, að engum hafi dulizt,
hvorki andstæðingum eða öðrum,
að aðalsmaður var Halldór á