Úrval - 01.06.1962, Side 67
HANN DÓ STANDANDl
75
Rauðamýri, — heill og sannur að-
alsmaður að öllu innræti. Persónu-
leiki hans var mikill og sérstæður
og bar af öðrum hans samtíma-
mönnum. Halldór var hár vexti og
bar sig manna bezt, íturvaxinn og
ágætlega limaður. Augun geisluðu
og skutu gneistum undan íhugun
hans, þótt hann þegði. Og þessum
einkennum sínum og reisn hélt
hann til hárrar elli og æviloka.
Foreldrar Halldórs, Guðrún Þórð-
ardóttir á Laugabóli og Jón Hall-
dórsson, af Arnardalsætt, óðals-
bændur á Laugabóli á Langadals-
strönd, voru orðlagðir bændahöfð-
ingjar og ríkisfólk á sinni tfð.
Halldór naut í æsku, ásamt syst-
kinum sínum, ágætasta uppeldis og
beztu kennslu, er þá var kostur.
Höfðu foreldrar hans jafnan heim-
iliskennara. Börn þeirra Laugabóls-
hjóna, Guðrúnar Þórðardóttur og
Jóns Halldórssonar, þau er upp
komust, voru þessi: Þórður bóndi
á Laugabóli, Jón bóndi í Trölla-
tungu, Kristján bóndi í Þjóðólfs-
tungu í Bolungarvík; Magnús, fyrr-
verandi sýslumaður og bæjarfógeti
í Hafnarfirði, Valgerður kona Krist-
jáns Þorlákssonar í Múla og Hall-
dór á Rauðamýri.
Árið 1874, er Halldór var 17 ára
að aldri, var hann sendur til bún-
aðarnáms í Noregi og nam þar við
búnaðarskólann Stend við Bergen
og lauk þaðan prófi, bóklegu og
verklegu, tæpum þrem árum síðar.1)
Fór Haíldór þá heim til íslands og
að föðurleifð sinni Laugabóli í
Nauteyrarhreppi og byrjaði þar
strax á stórfelldum jarðabótum.
Hafði hann heim með sér frá Nor-
egi plóg og kerru og fleiri verk-
færi, er þá voru lítið þekkt hér á
landi. Sléttaði Halldór þá 12—15
dagsláttur í hinu mikla Laugabóls-
túni næstu árin.
Árið 1880 fór Halldór aftur utan
og þá til Danmerkur og kynnti sér
ræktun á Jótlandsheiðum, vatns-
veitu og fleira. Eftir heimkom-
una varð hann svo héraðseftirlits-
maður og leiðbeinandi í ræktunar-
málum um skeið.
Árið 1882, er Halldór var 25 ára,
hóf hann búskap á Rauðamýri í
Nauteyrarhreppi, frekar stormsælli
harðindajörð, er hann bætti stór-
kostlega að húsum og jarðabótum
og bjó þar nær 60 ár, eða allt til
dauðadags 1941.
Halldór kvæntist 8. okt. 1882,
Ingibjörgu Jónsdóttur í Barmi á
Skarðsströnd. Hún var af hinni
1) Skólastjórinn á Stend, G. A.
Wilson, skrifar Jóni Sigurðssyni
forseta á þessa leið: „Halldór Jóns-
son úr ísafjarðarsýslu brautskráð-
ist héðan með aðaleinkunn: ágæt-
lega 1.44, hæstu einkunn og beztu,
sem nokkur nemandi hefur fengið
frá þessum skóla“.