Úrval - 01.06.1962, Síða 73
JESÚS MANNKYNSSÖGUNNAR
81
Þessi skírskotun sýnir bezt mis-
mun kristindómsins og annarra
trúarbragða mannkynsins. Því að
önnur trúarbrögð telja ekki, að
sannsöguleg ævisaga höfunda
þeirra hafi mikilvæga þýðingu, þar
sem aftur á móti kristin trú er
byggð á vissum atriðum í lífi Jesú
frá Nazaret. Skírskotun trúarjátn-
ingarinnar til krossfestingar hans á
dögum Pílatusar er eitt dæmi þess,
hversu kristindómurmn byggist á
ákveðinni sögulegri staðreynd, því
að Pontíus Pílatus var hinn róm-
verski landstjóri, sem stjórnaði
Júdeu frá árinu 26 til 36 e. Kr.
Fyrr á öldum var sannfræði sögu
Jesú álitin sjálfsögð og vafalaus,
og athyglin beindist eingöngu að
hinni yfirskilvitlegu þýðingu at-
burðanna í lífi hans, með öðrum
orðum: áherzlan var fremur lögð
á guðdóm Krists, frelsara manna
en hinn sannsögulega Jesú frá
Nazaret, sem lifði og dó í Gyðinga
landi á fyrstu öld.
Kristileg list sýnir talandi dæmi
um þessa staðfestu. Þannig er
venjulegast að sýna Krist sem
hinn góða hirði í grafhvelfingum
og á líkkistum (á 4. öld), þar sem
hann birtist sem skegglaus ung-
lingur í grískum klæðum. Þar sem
atburðir píningarsögunnar eru
sýndir um þetta leyti, eru bæði
Kristur og aðrir þátttakendur (sýnd
ir) klæddir í rómverskan fatnað
þeirra tíma, og engin tilraun gerð
til að lýsa hinni upprunalegu gyð-
inglegu umgjörð atburðanna.
Þetta augljósa tillitsleysi til sögu
legra staðreynda kemur aftur í ljós
í byzantiskri list, einnig f málverk-
um frá miðöldum og endurreisnar-
tímanum, þar sem t.d. rómversku
hermennirnir, sem framkvæma
krossfestinguna, eru í herklæðum
og vopnabúnaði frá tímum málar-
ans.
Sú breyting fór að gera vart við
sig snemma á nítjándu öld, að
menn tóku að meta vitnisburð sög-
unnar meira en áður og söguleg
nákvæmni tók að hafa áhrif á
rannsóknir á uppruna kristindóms-
ins.
Samkvæmt hinum frægu fyrir-
mælum Rank er það skylda sagn-
fræðings, sem rannsakar hið liðna,
að uppgötva staðreyndir, „hvað
skeði í raun og veru“. Ef það er
rétt, verður einnig að rannsaka upp-
runa kristninnar jafn hlutlægt eins
og hvern annan sögulegan atburð.
Þessar rannsóknir hófust líka
brátt. Rit Nýja testamentisins var
nú farið að rannsaka sem söguleg
rit, til þess að finna þar sannan-
ir fyrir atburðum, sem þau birtu,
eða vitnisburði um, hvernig þau
urðu til — eins og t.d. bréf Páls
postula. Þessi nýja stefna vakti
auðvitað harðar og stundum bitrar
deilur. Einkum varð hin nýja gagn-
rýni á guðspjöllunum til þess, að
athyglin beindist að hinum mörgu