Úrval - 01.06.1962, Síða 74
82
ÚRVAL
augljósu mótsögnum í frásögnum
þeirra, í stað þess að áður höfðu
menn lesið þau með hefðbundinni
guðhræðslu, án gagnrýni. f stað
þess, að tilraunirnar beindust að
því áður að samræma frásagnir
þeirra um líf Jesú, var nú lögð á-
herzla á fjölbreytni þessara frá-
sagna.
Þessum rannsóknum hefur verið
haldið áfram til þessa dags, og
þær halda enn áfram eins kröftug-
lega og nokkurn tíma fyrr. Eins og
oft hefur komið fram við vísinda-
rannsóknir, hefur það sýnt sig hér,
að vandamálin hafa aukizt og lausn
þeirra orðið því erfiðari, sem
lengur hefur verið að þeim unnið.
Sem dæmi má nefna, að £ ljós
hefur komið, að ekki má skoða
upphaf kristninnar sem einstakan
atburð. Það verður aðeins skilið,
sé það skoðað í Ijósi hins sögulega
umhverfis. Þetta þýðir auknar ná-
kvæmar rannsóknir á stjórnmálum
og hagfræðilegu og menningarlegu
ástandi Gyðinga, Grikkja og Róm-
verja á tímabilinu frá 100 f. Kr. til
200 e. Kr. Og rannsóknarefnið hef-
ur stöðugt aukizt, vegna funda
fornleifafræðinga. Af þeim eru á
síðari árum merkastir fundirnir við
Dauðahafið og Koptaritin, sem
fundust við Nag Hammadi.
Og þó, þrátt fyrir það, að vafa-
málin verða stöðugt margbreyttari
og þótt margar ráðgátur séu enn
óleystar, er samt hægt að stað-
hæfa ýmislegt um þekkingu vora
á Jesú frá Nazaret sem sögulegri
persónu.
II.
Fyrst munum við staðhæfa, af
þvf að það er hafið yfir ailan efa
og rökræður, að Jesú frá Nazaret
hefir í raun og veru lifað hér á
jörðu. Þetta er nauðsynlegt að taka
fram, vegna þess, að sú skoðun
kom fram í byrjun þessarar aldar
og var fylgt úr hlaði af töluverðri
skarpskyggni og augljósum lær-
dómi, að Jesús væri sköpun goð-
sagna. Fullyrðing þessi er stundum
sett fram enn í dag af hálfmennt-
uðu fólki. Sannsöguleg tilvist Jesú
er greinilega staðfest af hinum róm
verska sagnaritara Tacitusi, sem
var heiðinn og augljós óvinur
kristninnar.
Snemma á annarri öld skrifar
hann um ofsóknir Nerós á kristna
menn (64 e. Kr.). Þar segir hann:
„Kristur, sá sem nafn þeirra er
dregið af, hafði verið dæmdur til
dauða á ríkisstjórnarárum Tíberí-
usar, með dómsorði Pontíusar
Pílatusar landstjóra, og þessi
hættulega hjátrú var stöðvuð í
bili aðeins, þar til hún brauzt út á
ný, ekki aðeins í Júdeíu, heim-
kynni sjúkdómsins, heldur lika í
sjálfri höfuðborginni (þ.e. Róm).“
Svipaðs eðlis og þessi óvinveitti
vitnisburður, hefur án efa verið
frásögn Jóseps, sagnfræðings Gyð-