Úrval - 01.06.1962, Síða 76
84
heimsins, sem ennþá njóta holl-
ustu milljóna manna.
III.
Elztu kristileg rit, sem geymzt
hafa, eru bréf Páls postula. Þau
gefa okkur innsýn í kristna hugsun
og framkvæmdir fyrstu tuttugu ár-
in eftir krossfestinguna. Vitnis-
burður þessara rita er mjög rugl-
andi. Þau sýna, að Jesú var þá
þegar álitinn guðlegur frelsari
mannanna, en þau sýna mjög lítið
samband við jarðneskan lífsferil
Jesú, sem sögulegrar persónu.
Meira að segja leiða bréf Páls í
ljós alvarlegan mismun á skýringu
hans á persónu og köllun Jesú og
því, sem frumsöfnuðir hinna gyð-
inglegu lærisveina í Jerúsalem
kenndu um þau efni.
Ef við snúum okkur að guðspjöll-
unum, virðist okkur fyrst, að hér
höfum við vissulega mjög blátt á-
fram frásagnir af Jesú. En þetta
álit breytist við nánari rannsóknir.
Það er ekki aðeins, að lýsingin á
Jesú í Jóhannesar-guðspjalli sé
mjög ólík því, sem hún er í hinum
þremur guðspjöllunum, heldur kem
ur þeim innbyrðis heldur ekki
saman um sum veigamikil atriði.
Til dæmis telur Matteusarguð-
spjall, að hinn upprisni Kristur hafi
birzt lærisveinum sínum í Galileu,
en þangað fengu þeir guðlega opin-
berun um að fara — og því sama
heldur einnig Markúsar-guðspjall
ÚRVAL
fram. (Markús XVI. 7). Þvert á
móti halda Lúkasarguðspjall og
Postulasagan, sem hafa sama höf-
und, því fram, að Kristur hafi birzt
eftir dauðann í Jerúsalem og
næsta nágrenni (Lúkas XXIV. 13-
52, Post. i. 1-12) og í Postulasög-
unni 1. 4. er skýrt tekið fram, að
lærisveinunum væri bannað að fara
úr borginni. Að slík ósamkvæmni
skuli vera um svo veigamikið at-
riði, gefur vissulega til kynna, að
rit þessi hafi inni að halda erfi-
kenningar, sem hafi myndazt með-
al ólíkra trúardeilda, sem jafnvel
hafi verið keppinautar, ef til vill.
Slíkt misræmi hefur fyrir löngu
síðan orsakað það, að fræðimenn
álíta, að hvert guðspjall fyrir sig
innihaldi sínar sérstöku erfikenn-
ingar og munnmæli um Jesú, sem
lýsi þeirra sérstöku skoðunum og
áhugamálum, hvers fyrir sig.
Meira að segja er líka viðurkennt,
að þessar erfikenningar hafi verið
mótaðar eftir þörfum hinna ýmsu
kristnu safnaða, sem þær tilheyrðu,
og voru sumir jafnvel utan Pale-
stínu, áður en þær voru skráðar
í þeirri mynd, sem þær hafa nú.
Þetta er mjög þýðingarmikil stað-
reynd í öllu mati á sögulegri þýð-
ingu þessara erfikenfiinga. En það
er einkum þýðingarmikið í sam-
bandi við Markúsar-guðspjall, þar
sem það er viðurkennd rétt skoð-
un, að Mattheusar- og Lúkasar-
guðspjöll fylgi venjulega frásögu-