Úrval - 01.06.1962, Síða 90
98
verið átján ára gamall, eða jafn-
vel tuttugu og þriggja — hann
veit það ekki fyrir víst. „Ég fædd-
ist á uppskerutímanum, svo segir
mamma", skýrir hann sjálfur frá.
Fyrir þrem árum síðan einsetti
Kayira sér að komast til Banda-
ríkjanna og afla sér skólamennt-
unar. Hann lagði upp í hina löngu
ferð ótrauður af eigin rammleik.
Hann hélt af stað fótgangandi frá
þorpinu sínu frumstæða, Mpale,
með fötin sín á bakinu, nokkra
hnefa af hveiti og bók, sem hann
hafði dálæti á: Ferð pílagrímsins.
Nú, eftir að hann hefur þrammað á
tveim jafnfljótum 2500 mílur yfir
Afríku og jafnframt unnið fyrir
nauðsynjum sínum, stundar hann
skólanám af mikilli einbeittni í fjar-
lægri heimsálfu — við Skagit-
Valley menntaskólann í Mount
Verona, Washingtonfylki í Banda-
ríkjunum. „Einhvern tíma“, segir
Legson Kayira sinni skýru röddu,
„vona ég, að ég verði leiðandi mað-
ur í heimalandi mínu“.
Ef til vill á þessi ósk hans eftir
að rætast. „Foreldrar mínir hljóta
að hafa verið einhverjir þeir fátæk-
ustu, sem guð hefur nokkru sinni
skapað“, segir hann fljótmæltur á
enskunni sinni, sem ber dálítinn
keim af skozkum framburði, hinu
harða err-i. „En ég er ákveðinn í
að afla mér menntunar, svo ákveð-
inn, að ég held, að ekkert nema
ÚR VAL
dauðinn geti komið í veg fyrir
það“.
Ævintýrið í lífi Kayira hófst
næstum undir eins og hann hafði
séð dagsins ljós. Hann var frum-
burður, og mamma hans taldi sig
ekki vera færa um að fæða og ala
upp þetta barn sitt, svo hún laum-
aði honum út í Didimu-ána, sem
rann nálægt fátæklegu þorpinu.
En einhver bjargaði honum og af-
henti hann aftur móður sinni. Þetta
varð til þess, að hann hlaut nafnið
Didimu. Eftir að hann var farinn
að ganga í skóla, tók hann sér
enskt viðbótarnafn, Legson.
í bernsku og æsku hjálpaði hann
til við að yrkja jörðina og rækta
maís, hirsikom og hnetur. Svo kom
að því, að hann fór í trúboðsskól-
ann í Weny, og fór hann gangandi,
enda þótt vegalengdin væri 16 míl-
ur. „Fyrsta daginn var ég sendur
heim þegar í stað“, segir hann,
„þau sögðu, að ég væri nakinn.“
Eftir að hafa lokið barnaskóla-
námi var honum gefið tækifæri til
að sækja Livingstonia-trúboðsskól-
ann í Karonga, en það var fram-
haldsskóli, og þar gekk honum nám-
ið framúrskarandi vel. Þar kynnt-
ist hann Bandaríkjunum með því að
lesa bækur eftir bandaríska höf-
unda eins og Abraham Lincoln og
Booker T. Washington. Og þegar
hann frétti einn daginn, að afrískur
námsmaður ætlaði til Bandaríkj-