Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 95
103
DRENGURINN, SEM „GEKK“ TIL AMERÍKU
„Einbeittni þessa pilts er ekki að-
eins uppörvandi fyrir fóikið í van-
þróuðu löndunum. Af honum getur
unga fólkið hér í Bandaríkjunum
einnig mikið lært. Það hefur alizt
upp við betri skilyrði en hann, en
hefur ef til vill ekki eins mikla
trú á lífinu“.
Víst var hann Henrik Ibsen.
LE’IKHÚSSTJÓRINN í Stafangri fékk eftirfarandi hraðskeyti
2. febrúar. 1893: „Ég leigi leikhúsið á morgun; tilkynnið öllum
blöðunum; ég held fyrirlestur um réttindi kvenna. Aðgangur að-
eins 2 kr. — Henrik Ibsen.” Eins og nærri má geta verða allir
upp til handa og fóta, og allt var gert til þess að sem flestir
fengi að heyra til hins heimsfræga skálds. Leikhúsið var leigt
og auglýst í öllum blöðum bæjarins og aðgöngumiðarnir rifnir
út á lítilli stundu. Þegar tíminn var kominn um kvöldið og leik-
húsið troðfullt af áheyrendum, sat leikhússtjórinn inni í her-
bergi sínu viðbúin að taka á móti skáldinu Ibsen. Kemur þá inn
ungur maður, heilsar og segir, að það sé hann, sem ætli að tala
i kvöld og heiti Henrik Ibsen. Leikhússtjórinn verður mjög for-
viða og sér, að nú er komið í óvænt efni, en ræður Það þó af
að láta manninn fara inn á leiksviðið. Þegar þangað er komið,
hneigir hann sig hæversklega og segir, að hann sé sá, er njóti
þeirrar virðingar að tala um réttindi kvenna fyrir hinum heiðruðu
áheyrendum. Óðara en orðinu var sleppt, komu upp hin verstu
óhljóð hjá áheyrendum. Þeir sögðust ekki vilja heyra eitt orð
af því, sem hann ætlaði að tala, heimtuðu peninga sína borgaða
aftur, skaðabætur fyrir gabbið og að maðurinn væri tekinn
fastur fyrir svik. Þessum látum linnti ekki fyrr en lögregluþjónar
skárust í leikinn og settu manninn í hald. Við Það fóru áheyr-
endur heim, en Ibsen þessi var yfirheyrður á marga vegu, en
rannsóknin endaði með því, að hann væri sýkn saka og ætti að
fá það, sem inn hefði komið fyrir aðgöngumiðana ■—■ sem var
ekki alllítið, •— þvi að hann hefði alls engin svik haft í tafli.
Fyrirlesturinn hefði hann haldið, ef hann hefði getað fyrir lög-
regluþjónunum, hann héti Henrik Ibsen, væri að sönnu búðar-
sveinn frá Björgvin, en hafði heidur ekki auglýst, að hann væri
skáldið Henrik Ibsen.
— Almanak Þjóðvinafélagsins 1894.