Úrval - 01.06.1962, Page 96
Hafið gefur — hafið tekur
Hvernig veröur strandlínan til?
Eftir Dr. Axel Schou.
STRANDLENGJAN, -
mörkin milli lands og
fræðilegum skilningi
mikilsverðasta tak-
markalína á hnettinum, enda aðskil-
ur hún tvo gerólíka heima: á aðra
hiið margbreytilegt yfirborð fasta-
landsins og á hina vítt hafið.
Er þá ströndin og strandlengjan
óhagganlegt fyrirbæri í breytilegri
veröld? Nei, — breytingar eiga sér
stað ekki síður hér en annars stað-
ar; eyjar, útnes og heilu löndin
breyta útlínum sínum. Landakort
eru síður en svo sígild. En breyting-
arnar eru sums staðar svo hægfara,
að sömu landauppdrættirnir geta
gilt um aldaraðir. En annars staðar
eru breytingar svo örar, að lagfæra
verður landabréfin næstum árlega.
Breytingarnar á strandlengjunni
eru margs konar. Þær geta stafað
frá hreyfingum x sjálfri jarðskorp-
unni — upphafningu landsins eða
lækkun þess, sem hefur í för með
sér, að hafsbotn verður þurrt land
og öfugt. Steingerðir kolkrabbar og
fleiri sjávai'dýr í kalksteinslögum
Alpafjallanna sýna Ijóslega, að
hafsbotn hefur breytzt í fjallgarða,
en það hefur átt sér stað við að
jarðskorpan hefur lagzt í fellingar.
Strandlínan færist einnig til af
öðrum orsökum. í Finnlandi t. d.
gefur að líta í 200 metra hæð yfir
sjávarmál hauga af sæbörðu grjóti,
sem eru greinilega fjörusteinar frá
gamalli tíð. Orsök upphafningar
landsins á þessum slóðum eru um-
skipti þau, sem ísöldin hafði í för
með sér. Þegar ísinn bráðnaði af
104
— Úr Vor Viden, stytt —