Úrval - 01.06.1962, Síða 98
106
ÚRVAL
drangur, oft sérkennilegur í laginu.
Er „Tröllkonufingur“ í Færeyjum
gott dæmi um það1). Smátt og
smátt kvarnast líka í sædrangana
og eftir verða ekki annað en sker.
En hvað verður um allt efnið,
sem fellur til við þetta landbrot?
Það veltist til í brimgarðinum og
verður að slípuðu fjörugrjóti og
seinast að leir eða fínum sandi.
Þetta efni berst meðfram strönd-
unum eftir stefnu og styrk öldu og
strauma. En öll ferðalög taka enda,
og svo er einnig hér. Loks hrekst
leirinn, sandurinn og mölin til þess
staðar, þar sem drifkraftanna gæt-
ir ekki. Og þar safnast framburður-
inn fyrir, og þá myndast sums stað-
ar oddar og tangar, — land, sem
sjórinn hefur skapað. Gjafir hafsins
af þessari tegund eru margvíslegar.
Getum við mennirnir á nokkurn
hátt komið í veg fyrir eða dregið úr
aðförum hafsins, ef það ógnar hags-
munum okkar? Já, — í vissum til-
fellum. En þá þarf að koma til
ýmis þekking á eðli hafsins og
strandarinnar. Þessi þekking fæst
bæði með dýrkeyptri reynslu af
gangi málanna í sjálfri náttúrunni
og einnig með tilraunum í þar til
gerðum þróm. Eigi til dæmis að
hindra að landbrotsefni berist með
fram strönd, eru hlaðnir upp höfð-
ar hornréttir út frá ströndinni til
að kyrra strauminn.
Hafið er voldugur mótherji —
og oft ofjarl okkar mannanna. Okk-
ur er því nauðsynlegt að vita sem
bezt, í hverju máttur hans liggur
og hvaða brögðum hann beitir.
Eyðileggingin við ströndina er víða
mikil, þótt hægt fari. En hugur
mannsins og hönd getur oft komið
til hjálpar.
1) Hér á íslandi er „Hvítserkur"
við Vatnsnes í Húnavatnssýslu vel
þekkt dæmi um þetta fyrirbæri.
Negrum bætt í lífvörð Bandaríkjaforseta.
Tveimur negrum hefur verið bætt í öryggisvörö bandarísku
forsetafjölskyldunnar. E'ru það lögregluþjónar úr lögregluliði
Washingtonborgar. Verkefni þeirra verður að halda vörð við
Hvíta húsið, hafa eftirlit með hópum ferðamanna, sem þangað
koma og líta eftir öryggi fjölskyldu forsetans.
Fyrir nokkrum mánuðum var annar negri skipaður i leyni-
þjónustuna, sem gætir öryggis forsetans sjálfs.