Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 99
107
Á FRÍVAKTINNI hjá Sjó-
mannablaðinu Víkingi:
— ÞARFTU ekki að hafa fugla-
hræðu í garðinum, þar sem svona
mikið er af berjum og alls konar
ávöxtum?
— Nei, það er hreinn óþarfi.
Konan mín er í garðinum öllum
stundum.
—□
UNG stúlka stóð í málaferlum
út af arfi, sem hún þóttist hafa
farið varhluta af. Dag nokkurn
mætti hún vinstúlku sinni á götu
og spurði hún:
— Hvernig gengur, heldurðu, að
þú vinnir málið?
— Já, ábyggilega, lögfræðingur-
inn minn bað mín í gær.
—□
SJÓLIÐI var í landi og skemmti
sér konunglega. Hann var á balli
og dansaði jitterbug við eina litla
og granna, henti henni frá sér og
„greip" hana aftur eins og tíðkast
í þessum dansi.
Á gólfinu var einnig virðulegur
borgari með sína ekta frú um 100
kíló og dansaði ,,foxtrott“. Sjólið-
inn var þrisvar búinn að „slá“
borgarann með sinni dömu, þegar
þolinmæði hans brast, og hann
pikkaði í bakið á sjóliðanum:
— Heyrðu góði, ef Þú slærð mig
einu sinni oftar með dömunni
þinni, þá skal ég svei mér „rétta“
þér einn með minni!
—□
SIGURÐUR var i verzlunarferð,
en hafði áhyggjur vegna þess að
von var á fjölgun heima. Loksins
fékk hann skeyti:
— Tvíburar fæddir, meira á
morgun.
—□
SJÚKLINGUR var í rannsókn
hjá geðlækni, og læknirinn vildi
komast að raun um sálarástandið.
-— Nú ætla ég að segja yður
sögu og heyra álit yðar á henni.
Þér eruð úti að ganga á sunnu-
dagsmorgni og bíll ekur yfir yður.
Við slysið losnar höfuðið frá boln-
um og þér stingið þvi undir hönd-
ina og labbið til næsta apóteks
og biðjið um, að það verði fest á
aftur og það er gert. Finnst yður
nokkuð óeðlilegt við þetta?
— Já, það finnst mér.
— Hvers vegna?
—• Vegna þess að flest apótek
eru lokuð á sunnudögum.
—□
— EKKI skil ég í því, hvernig
þú ferð að því að vera alltaf svona