Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 102
110
ÚR VAL
stað. Það er nefnilega hlutskipti
flestra. Venjulega tekur þrjá til
sex mánuði fyrir hjón að ná kyn-
ferðislegri aðlöðun, og miklu
lengri tíma tekur að komast upp
á lagið með að verða alveg „sam-
ferða“.
Mjög margar giftar konur þjást
af þvi, að þær telja sig ekki geta
náð hámarki eða kynblossa. Sum-
ar telja þetta merki þess, að þeim
sé eitthvað áfátt kynferðislega og
geta tekið það svo nærri sér, að
sálarlífið bíði mikinn hnekki.
En fyrst í stað þarf þetta ekki
að benda til, að neitt óeðlilegt sé
á ferðinni. í flestum tilfellum er
ástæðan sálræn: of mikil eftir-
vænting og spenna undir niðri;
og óttinn við að illa fari, ge-tur
hér sem annars staðar orðið til að
spilla mjög fyrir.
Venjulega er það einungis tima-
spursmál, hvenær allt fellur í
ljúfa löð. Það er staðreynd að
margar heilbrigðar konur fá
ekki algera kynferðislega full-
nægingu fyrr en eftir að þær
hafa alið fyrsta barnið, —
en ef það dregst fram yfir þann
tíma, hlýtur að vera um óvenju
sterkar sálrænar orsakir að ræða,
og þá er einhverra lækninga þörf.
Kynferðislegir örðugleikar
ungra hjóna eru í flestum til-
fellum létt yfirstíganlegir, en
stundum eru ráð læknis nauðsyn-
leg. Mörg hjón eru treg til að
ræða þessa hluti við lækni sinn
eða ráðgefandi stofnanir i þess-
um efnum.
Stundum varir kynlífssælan til-
tölulega skanunt, enda þótt byrj-
unin hafi verið ágæt, og er því
þá um að kenna, að annað hvort
hjónanna eða þau bæði, hafa ekki
tileinkað sér „list“ ástarinnar.
Venjulega eru mistökin karl-
manninum að kenna. Konur eru
miklu fúsari til að afla sér
fræðslu um kynlifið í bókum og
færa sér það í nyt. En karlmenn
þykjast margir hverjir ekki hafa
þörf fyrir „kennslu“ í þessum efn-
um, þeir hafi þelta allt á tilfinn-
ingunni. Þess vegna eru margir
karlmenn á stigi steinaldar-
mannsins i kynlífinu.
Flest vandkvæði í kynlífinu
stafa af hinum mikla mun á sál-
arlífi karla og kvenna. Svo fram-
arlega sem konan er ekki ver-
gjörn (hefur ekki óeðlilega mikl-
ar kynhvatir), er samband henn-
ar við mann sinn að eins miklu
leyti andlegt sem líkamlegt. Hún
nýtur sin ekki í kynlífinu nema
rnakinn sýni henni ást og blíðu.
Fyrst og fremst þarf hún að hafa
á tilfinningunni, að til hennar sé
leitað engu síður hennar sjálfrar
vegna en af líkamlegri ástríðu
karlmannsins.
Mikill fjöldi kvenna hefur orð-