Úrval - 01.06.1962, Page 107
LEYNDAUDÓMUR NVNNUKLAUSTURSINS
115
næstu hæð, sá hann hurðir að
tveim íbúðum. Hann valdi hægri
hurðina. Hann barði rösklega að
dyrum. Inni fyrir heyrðist fóta-
tak, og hurðin var opnuð. Sjá
mátti þá fjölskyldu, sem var að
setjast að hádegisverði.
„Hver býr hér?“ spurði Quint-
ana húsbóndann.
„José Barrios og fjölskylda,
herra, heiðarlegt fólk“.
„En i íbúðinni hinum megin?“
spurði leynilögreglumaðurinn
byrstum rómi.
„Ungfrú, sem kennir í einka-
tímum. Hún heitir Rene Rojas,
herra“, svaraði maðurinn.
„Og hver býr niðri?“
„Séra Saturnino Arana hefur
eina íbúð, en í hinni býr herra
Palacios. Þetta er allt prýðis-
fólk. Ég get ábyrgzt . . .“
Quintana greip fram i fyrir
honum: „Hver ætlar þá að á-
byrgjast yður? Þér segið mér
strax, hvar dyrnar að klaustr-
inu eru“.
„Hvaða klaustri?" svaraði
Barrios, sem auðsýnilega var
kominn í klípu.
Nú voru lögregluþjónarnir
byrjaðir að lemja á veggina hér
og þar. „Það er tómahljó'ð i
þessum vegg!“ hrópaði einn
þeirra skyndilega. Það var bak-
hlið skáps, af þeirri tegund, sem
algeng er í eldhúsum í Puebla,
og hafði skápur sá að geyma
postulin. Quintana ýtti Barrios til
hliðar, skoðaði skápinn og þreif-
aði meðfram brúnum hans. Hann
felldi um koil lítinn vasa með
gerviblómum, og að baki honum
var hjalla i veggnum.
Leynilögreglumaðurinn sneri
sér við. „Hvað er þetta?" spurði
hann.
Barrios vætti varirnar með
tungu sinni og stundi upp:
„Bjalla, sem hringt er, þegar
kallað er á vinnukonuna".
„Gott! Ég ætla að kalla á hana“.
Og svo bætti Quintana við og
brosti í kampinn: „Hún getur
kannski sagt mér það, sem þér
virðizt ekki vita“.
Hann þrýsti á bjölluna, um
leið og Barrios greip andann á
lofti. Það kvað ekki við neinn
bjölluhljómur, en bakveggur
skápsins hreyfðist hægt inn, og
virðulegt andlit, umkringt höfuð-
búnaði nunnu, mætti augnaráði
mannanna. „Hvað er á seyði,
bróðir Barrios?“ var sagt blíð-
legri, ofurlítið titrandi röddu.
Barrios horfði i gaupnir sér,
og lögreglumennirnir tróðust nær
til þess að geta gægzt á milli
snoturlegra diskaraðanna í skáp-
hillunum. Þeir komu auga á
skrifborð, kross, bókaskápa og
nokkur likneski. Þeir horfðu nú