Úrval - 01.06.1962, Page 108
116
tJRVAL
inn i skrifstofu príorinnu Sankti
Monikuklaustursins.
Auðvelt var að fjarlægja skáp-
hillurnar. „Látið nú hendur
standa fram úr ermum!“ skipaði
Quintana. Lögreglumennirnir
reikuðu um bendu af svefnklef-
um, göngum og kórklefum, um
eldhús og kapellu. Nunnur og
ungnunnur hnipruðu sig saman
óttaslegnar á svip.
Quintana þóttist nú viss um,
að enginn krókur né kimi hefði
leynzt fyrir honum, og safnaði
nú saman hinum skjálfandi nunn-
um og ungnunnum. Hann spurði
þær að nöfnum. Nunnurnar
þögðu. „Jæja þá! Ég tek ykkur
allar fastar. Þið munuð verða
dæmdar af dómaranum á morg-
un“.
Þegar Quintana fór, skildi
hann eftir vörð við inngöngudyr
nr. 103 til þess að koma i veg
fyrir liugsanlegan flótta nunn-
anna. Húsmæður, sem safnazt
höfðu saman fyrir utan húsið,
biðu, þangað til lögreglumenn-
irnir voru komnir fyrir næsta
götuhorn.
Þá hvisluðust þær á i mikilli
æsingu: „Þeir hafa fundið Mon-
ikuklaustrið! Það var slæmt!“
Sumar þurrkuðu tár af hvörm-
um sér. Margir íbúar Puebla
varðveittu vel leyndarmál falda
klaustursins.
Quintana sneri aftur til klaust-
ursins næsta morgun. Þar fann
hann nú aðeins fimm rosknar
nunnur, sem buðu honum góðan
daginn óstyrkum rómi. Hann
spurði um hinar. Hann hótaði
þeim öllu illu, en það var ár-
angurslaust. Hann leitaði alls
staðar. Allar hinar nunnurnar
höfðu horfið um nóttina.
Gramur í skapi lét hann draga
nunnurnar fimm fyrir dómstól-
ana. Dómarinn hlýtur að hafa
fyllzt meðaumkun, er hann sá
þessar blíðlegu, gömlu konur,
sem stóðu þarna frammi fyrir
honum allar fimm og drúptu
höfði. Hann sleppti þeim, en
lýsti þvi yfir, að klaustrið og
eigur þess skyldi allt gert upp-
tækt.
Quintana sneri aftur til klaust-
ursins í leit að leyniútgöngudyr-
unum, sem honum hefði sézt yfir.
Nokkrum dögum síðar var liann
niðri í grafhvelfingunum undir
neðri kórnum, en þar niðri höfðu
nunnurnar grafið látnar reglu-
systur sínar. Þar fann leitandi
hönd hans leynivegg, og að baki
honum rakst hann á dimm göng,
sem lágu út að götunni! Um göng
þessi höfðu nunnurnar læðzt
hljóðlega hver á eftir annarri
og liorfið út í næturmyrkrið. Lög-
reglustöðin var hinum megin göt_
unnar.