Úrval - 01.06.1962, Side 109
LEYNDARDÓMUR NUNNUKLAUSTURSINS
117
Þegar Quintana rannsakaði
klaustrið nánar, fann hann hlut,
sem varð ho'num nokkur hugg-
un í ósigri hans: bók yfir inn-
kaup til klaustursins, og í lienni
mátti finna nöfn þriggja annarra
leyniklaustra í Puehla. Og það
leið ekki á löngu, þar til klaustur
Sankti Katrínar, Soledadklaustr-
ið (klaustur einverunnar) og
klaustur Capuchin-nunnanna
höfðu öll fundizt.
Rikisstjórn Mexíkó sat nú uppi
með fjögur upptæk klaustur, og
voru þau öll full af fjársjóðum
svo sem málverkum, líkneskjum,
skrautlegum messuklæðum, dýr-
mætum kniplingum og öðrum
verðmætum munum. Lausnin
varð sú, að öllum þessum fjár-
sjóðum var safnað saman í Sankti
Moniku klaustrinu, og það var
svo opnað aftur, en nú hafði því
verið breytt í kirkjulistasafn.
Safn þetta er opið daglega fyrir
gesti og á stærstan þátt í því að
laða ferðamenn til Puebla.
Sumir í Puebla halda því fram,
að listaverkasali hafi svikið hin-
ar guðhræddu nunnur i Sankti
Moniku-klaustri. Listaverkasal-
inn er sagður hafa keypt verð-
mæt málverk af príorinnunni
með hinni mestu leynd og smygl-
að þeim úr landi. Hafnaryfirvöld-
in í Vera Cruz komust fljótlega
að bralli þessu, og brátt sat lista-
verkasalinn uppi með mörg mál-
verk, sem hann hafði engan
kaupanda að.
Hann reikaði inn á krá til þess
að drekkja sorgum sínum. Eftir
mörg glös gerðist hann lausmáll.
Hann byrjaði að tauta eitthvað
fyrir munni sér um Moniku-
klaustrið. Leynilögreglumaður
heyrði til hans og settist hjá hon-
um. Hann veitti listaverkasalan-
um vín og liðkaði um tungutak
hans, þar til hann kom upp um
leynistað klaustursins. Leynilög-
reglumaðurinn flýtti sér síðan til
yfirboðara sinna með upplýsing-
arnar.
Flestir safngesta hafa lítinn á-
huga á leyndardómi hins falda
klausturs og uppljóstrun hans.
Þeir reika bara um klaustrið,
dást að hinni fjölbreytilegu
kirkjulist: málverkum, sem mál-
uð eru á flauel, altarisklæðum,
sem eru gulli hlaðin, fínlegum
kniplingum, skrautlegum leir-
munum, fornfálegum skrínum og
brúðum af Jesúbarninu, en brúð-
ur þessar hafa nunnurnar klætt
í skrautleg föt.
Hversu margar nunnur og ung-
nunnur voru í raun og veru í
klaustrinu, þegar það fannst?
Stærð byggingarinnar og fjöldi
herbergja þeirra sem í notkun
voru, bendir augsýnilega til þess,
að þær hafi getað verið að