Úrval - 01.06.1962, Síða 111
LEYNDARDÓMUR NUNNUKLAUSTURSINS
119
urnar, opnaði engin þeirrá var-
ir sínar til þess að útskýra eða
kvarta.
Þær, sem hurfu út í dimma
nóttina, skildu enga slóð eftir sig.
Gert er ráð fyrir því, að margar
þeirra, einkum yngri nunnurnar
og ungnunnurnar, hafi laumazt
heim til fjölskyldna sinna, svo að
lítið bar á. Sumir halda því fram,
að nunnurnar hafi gengið í önnur
leyniklaustur í Puebla. Aðrir
halda þvi fram, að nunnurnar
hafi tvístrazt, og hafi sumar hald-
ið allt til Kaliforníu og Filipps-
eyja, og hafi þær þar verið teknar
í klaustur, sem fylgja svipuðum
starfsreglum og klaustur þeirra
gerði.
Fyrir nokkrum árum spurði ég
húsvörð gamla kiaustursins í
þaula um mál þetta. Hann sagði
mér, að priorinnan hefði dáið
árið 1952, og hefði hún þá verið
83 ára gömul. Hann trúði mér
fyrir því, að þrjár Monikusystur
úr falda klaustrinu væru enn á
lífi. Hann sagði, að þessar gömlu
nunnur kenndu nú börnum fá-
tæklinga, en velunnari þeirra
hefði gert það kleift, að svo
mætti verða.
Hinar guðhræddu nunnur
Sankti Monikureglunnar eru nú
í klaustri sínu í miðjum Puebla-
bæ, allmargar talsins, og þær
taka við ungnunnum líkt og áð-
ur f'yrr. Áð þessu komst ég núna
nýlega. Ég hafði upp á heimilis-
fangi klaustursins, fann húsið,
sem reyndist vera nokkrum götu-
lengdum frá gamla klaustrinu
þeirra, og hringdi bjöllunni.
Þjónustustúlka opnaði hurðina
örlítið. Ég spurði, hvort mögu-
legt væri að fá að tala við príor-
innuna. Ég gerði mér von um, að
geta kannað betur leyndardóm
Monikusystra.
„Mér þykir það leitt, að það
er ekki hægt að fá að liitta príor-
innuna“, sagði stúlkan blíðlega,
og hún lokaði hurðinni hljóðlega.
Ég stóð þarna eftir á gangstétt-
inni, yppti öxlum, og mér varð
hugsað til líkneskis Sankti Dom-
inics, sem styður fingri á vör i
aðvörunarskyni.
Vandaðu mál þitt.
Lausn á orðtökunum á bls. 43.
1. láta erfiðleika lítt á sig fá.
2. veita einhverju mótspyrnu.
3. beita öllum ráðum.
4. hafa undirhyggju í frammi.
5. fá að kenna á einhverju.
6. láta skeika að sköpuðu.
7. taka málstað einhvers.
8. knýja fram úrslit með hörku.
9. færast of mikið í fang.
10. stæra sig.