Úrval - 01.06.1962, Síða 115
Banki sprengdur upp
Menn gcettu þess ekki, hvað
var að gerast undir bankanum.
Eftir Evan McLeod Wylie.
M HÁDEGI á Valen-
tínusardag, þ. e. þann
14. febr., ætiaði lag-
leg stúlka, gjaldkeri í
Aimenna Þjóðbankan-
um (People’s National Bank) í
Seattle í Washingtonríki í Banda-
ríkjunum, að fá sér að drekka úr
sjálfvirkum vatnsbrunni í bankan-
um, en hún hætti við það. „Brunn-
urinn er fuliur af muiinni pússn-
ingu og málningarflygsum rétt
einu sinni,“ sagði hún við starfs-
félagana við hádegisverðarborðið
nokkrum mínútum síðar. „Hvað er
eiginiega á seyði í bankanum um
þessar mundir?"
Alla vikuna hafði starfsfólk
bankans verið að taka eftir því,
að pússningaragnir og ryk virtist
sífellt hrynja niður úr örmjóum
sprungum í loftinu. Bankinn er
nálægt Boeingflugvelli, og risastór-
ar þrýstiloftsfiugvéjar þjóta þarna
yfir með ægilegum hávaða oft á
dag. Sumt af starfsfólkinu áleit, að
flugvélarnar ættu sök á sprungun-
um og pússningarrykinu. „Þær eru
að mylja húsið,“ sagði einn starfs-
maðurinn.
En í stað þess, að flugvélarnar
væru að mylja húsið, var í raun-
inni verið að sprengja hluta af und-
irstöðu hússins í loft upp.
Skemmdír þessar náðu hámarki
sínu, þegar furðulegasta bankarán
ársins 1961 var framið í þessari
viku. Ef tii vill er það eitt furðu-
legasta bankarán, sem nokkurn
tíma nefur verið framið. Það tók
meira en fjóra mánuði að vinna
verkið, og innbrotsþjófurinn, sem
var reyndar viðvaningur í faginu,
hafði 45000 dollara upp úr krafs-
inu, auk fangelsisvistar, sem hann
hlaut löngu áður en hann hafði
eytt fengnum. Hann hafði verið
einn að verki.
Úr Reader's Digest
123