Úrval - 01.06.1962, Side 118
126
ÚR VAL
til þess aS spyrja, hvað gengi á.
Samt sem áður voru taugar hans í
slíku uppnámi af atburði þessum,
að hann lokaði jarðgöngunum til
bráðabirgða og flaug til Austurríkj-
anna til þess að heimsækja ætt-
ingja sína þar um jólin.
Þegar hann sneri aftur, ákvað
hann að hætta ekki á þann stöð-
uga hávaða sem vélborinn myndi
hafa í för með sér, ef hann væri
hafður í gangi nótt eftir nótt. Hann
áleit það öruggara að sprengja
bara op á gólf peningageymslunn-
ar. Hann hringdi því í sprengiefna-
sölu og ræddi við mann nokkurn
um notkun sprengiefnis við spreng-
ingar á grjóti.
Honum var vísað á bæ, sem var
um 60 mílum fyrir sunnan borg-
ina, og þar keypti hann nitro-
glycerin fyrir 25 dollara. Hann
kom upp sprengiefnageymslu sinni
nálægt bankanum, og svo fór hann
í borgarbókasafnið til þess að
lesa sér til um sprengingaraðferðir.
Um miðjan febrúar byrjaði Van
Steenbergh að bora hoiur í stein-
steypuna, en í þær ætlaði hann að
setja sprengiefnið. Þetta varð til
þess, að hellirinn hans fylltist af
ryklofti, svo að hinn ráðagóði inn-
brotsþjófur náði sér í garðslöngu
í verkfærageymslu þar nálægt og
sprautaði á rykið, þar til loftið
batnaði í hellinum.
Nú ákvað hann, að tími væri
kominn til þess að láta til skarar
skríða, og hann troðfyllti því bor-
holurnar af sprengiefni, kveikti í
kveikiþræðinum, fór upp I mið-
stöðvarherbergið og beið þar á-
tekta. Hin ofsalega sprenging
hristi bankahúsið til, svo að það
lék á reiðiskjálfti, en það losnaði
aðeins um fimm þumlunga þykkt
lag af steinsteypunni.
Þetta nægði samt tii þess, að
Van Steenbergh varð ofsahræddur.
Og hann flúði, þar eð hann þóttist
viss um, að einhver £ bankanum
tæki eftir því næsta dag, að eitt-
hvað furðulegt væri á seyði þar.
Að vísu tóku gjaldkerar, bókhald-
arar og varabankastjórar að kvarta
um ryk og múrhúðunarsprungur,
sem skyndilega birtust í veggjum
og loftum, án þess að nokkur skýr-
ing fengist á því. Skipulögð var leit
að orsök þessara skemmda, en leit-
arflokkurinn hélt upp á efri hæð-
irnar í leit sinni í stað þess að fara
niður á við.
Uppi á þriðju hæð var stór papp-
írshnífur í gangi, og heyra mátti,
að hann ætti sök á skemmdum
þessum, en einnig kom fram sú
kenning, að hljóðbylgjurnar frá
þrýstiloftsflugvélunum, sem fóru
þarna yfir æ ofan í æ, kynnu að
valda þessum skemmdum. En ekk-
ert var gert í málinu. Þegar lok-
unartxmi kom föstudaginn 17. fe-
brúar, var hinni risavöxnu stál-