Úrval - 01.06.1962, Side 119
BANKI SPRENGDUR UPP
127
hurð að peningageymslunni skellt
í lás og klukkur hennar stilltar á
mánudagsmorgun. Enginn var hið
minnsta órólegur, þótt um 150,000
dollarar lægju í peningageymsl-
unni.
Um klukkan 11 sama kvöldið
hætti Van Steenbergh sér aftur inn
í göngin og undir bankann. Hann
boraði fleiri holur í gólf peninga-
geymslunnar, fyllti þær af sprengi-
efni, dreifði öðru lagi af sprengi-
efni þar fyrir neðan, kveikti í
kveikjuþræðinum og flýtti sér út
Ur jarðgöngunum.
Um klukkan 1.40 eftir miðnætti
sprakk sprengiefnið, og sprenging-
in var svo öflug, að hún lyfti
bankahúsinu næstum upp af grunn-
inum. Van Steenbergh var viss um,
að hinar ofsasterku hljóðbylgjur
hlytu að hafa sett allan þjófabjöllu-
útbúnað bankans í gang, og hann
þaut því £ burt í Renaultbílnum
sínum. Nokkrir íbúar í nágrenninu
höfðu í rauninni heyrt hávaðann
af sprengingunni, en þó fremur ó-
ljóst. Tveim götulengdum í burtu
hrukku tvær konur í kút við
sprenginguna. Þær voru að horfa
á kvikmynd í sjónvarpinu. En þær
höfðu úrskurðað, að þetta hlyti
að standa £ sambandi við þessar
„voðalegu hljóðbylgjur frá flugvél-
unum.“
Sfðdegis næsta dag, þ. e. á laug-
ardaginn, ók Van Steenbergh var-
lega fram hjá bankanum. Hann
var þess albúinn, að húsinu hall-
aði ofboðslega, en það virtist allt
vera £ stakasta lagi. En inni £ bank-
anum bar húsvörður einn fram
kvartanir við gjaldkera nokkurn,
sem hafði komið i bankann til þess
að ljúka vissu verki. Húsvörðurinn
sagði honum, að gólf verkfæra-
geymslunnar væri alþakið hrúgu af
nýjum múrhúðunarbrotum og ögn-
um og kústar og sópar væru allir
á hinni megnustu ringulreið. Svo
spurði hann gjaldkerann, hvort
einhverjir viðgerðarmenn væru
kannski að vinna i bankanum,
þegar hann væri ekki viðstaddur.
Hann vildi fá að vita, hvað væri
eiginlega á seyði i bankanum.
Gjaldkerinn gat ekki gefið neina
skýringu á þessu. Hinn undrandi
húsvörður hreinsaði draslið og fór.
Gjaldkerinn fór einnig dálitlu sið-
ar.
Skömmu fyrir miðnætti var Van
Steenbergh kominn i jarðgöngin
sín að nýju. Hann skrönglaðist og
skreið yfir drasl og brak eftir
sprenginguna og starði hugfanginn
á gat í gólfi peningageymslunnar
yfir höfði sér. Gat þetta var það
stórt, að hann ætti að geta skrið-
ið £ gegnum það. Af óskiljanlegri
heppni hafði einmitt myndazt gat
á mitt gólf peningageymslunnar
án þess að setja þjófabjölluútbún-
aðinn í gang.