Úrval - 01.06.1962, Síða 120
128
Van Steenbergh tróð sér í gegn-
um opið og byrjaði að opna skúff-
ur í geymslunni með skrúfjárni.
Síðan fór hann hverja ferðina af
annarri eftir jarðgöngunum hlað-
inn bankaseðlum, frá peninga-
geymslunni og að bláa Renaultbíln-
um sínum. Hann hlóð bifreiðina
bankaseðlum og þungum peninga-
pokum. í dögun ók hann burt
með meira en 45,000 dollara og
gróf mest af því í jörð í sprengi-
efnageymslu sinni úti í skógi eigi
langt undan. Á sunnudagskvöldið
hélt hann aftur í bankann til að
eyðileggja öll þau verksummerki,
sem kynnu að beina gruninum að
honum. Síðan hélt hann upp úr
jarðgöngunum í síðasta skipti.
Kl. 8.45 á mánudagsmorgni
komst starfsfólk bankans að því,
að miklum hluta peningaeignar
hans hafði verið rænt. Lögreglu-
mennirnir furðuðu sig á því, hversu
geysileg vinna hlaut að liggja að
baki sprengingunni og jarðganga-
greftrinum. Þeir gerðu því strax
ráð fyrir því, að hér hlyti að vera
um atvinnuræningja að ræða, og
byrjuðu að leita að þekktum inn-
brotsþjófum um endilanga borgina.
Síðan kom ríkislögreglan á vett-
vang með leitunartæki hliðstæð
þeim, sem notuð eru, þegar leitað
er að tundurduflum, og annan raf-
eindaútbúnað. Fylkislögreglan
grandskoðaði allt héraðið í leit að
ÚR VAL
einhverju, sem kæmi henni á slóð-
ina.
Nú var sannarlega ástæða fyrir
snjallan innbrotsþjóf að láta lítið
á sér bera. En Van Steenbergh var
á annarri skoðun. í miðborginni
opnaði hann bankareikning hjá
keppinautum People’s National
Bank, greiddi afborganir af húsi
sínu, keypti sér glæsilega bifreið
og borgaði -1000 dollara í útborg-
un fyrir hana. Til alls þessa notaði
hann hluta af stolna fénu.
Ríkislögreglan og borgarlögregl-
an fylgdist nú nákvæmlega með
öllum viðskiptum, þar sem um var
að ræða greiðslu stórra fjárhæða.
Flestir i Seattle hlutu að hafa gert
sér grein fyrir því, að svo myndi
verða, en svo var eigi um Van
Steenbergh. Lögreglan komst að
því, að seðlanúmer stolnu seðl-
anna, sem bankaræninginn notaði
til að borga með nýju bifreiðina
sína, voru hin sömu og á sumum
seðlanna, sem horfið höfðu úr pen-
ingageymslu bankans. Snemma
næsta morguns voru ríkislögreglu-
menn þegar á sveimi nálægt húsi
Van Steenberghs, og það leið ekki
á löngu, þangað til hann var dæmd-
ur í 20 ára fangelsi.
Hann hafði undirbúið bankarán
þetta mjög vandlega, en samt hafði
honum mistekizt. Og nú yrði hann
miklu lengur „úr umferð“ en seðl-
arnir, sem hann stal.