Úrval - 01.06.1962, Page 121
Hreingerningasamskipti
fiskanna
Eftir Conrad Limbang.
ITT SINN, þegar ég kafaði
niður í kaldan sjóinn við
strönd S.-Kaliforníu vorið
1949, sá ég lítinn þang-
aborra hitta sem snöggvast tvöfalt
stærri rangeygan brim-aborra. Sá
rangeygi tók sig út úr torfu aborra
sömu tegundar, sem var þar
skammt frá, hann settti sig í ská-
halla stöðu með stífan bol og út-
þanda ugga. Hinn þriggja þuml-
unga þang-aborri nartaði nokkra
stund í silfurlitaðan bol hins rang-
eyga, en skauzt síðan inn í þang-
flækju, sem þar var nærri, en rang-
eygi abórrinn fór aftur til félaga
sinna í torfunni. Mér þótti þetta
skrýtið fyrirbæri og skrifaði um
það í vasabók mína.
Síðan þá hafa athuganir mínar
og annarra sannfært mig um, að
þessi atburður var ekki af sér-
stakri tilviljun, hann var aðeins
dæmi um stöðuga nauðsynlega
starfsemi dýralífsins í sjónum. Sér-
stakar tegundir sjódýra eru sér-
hæfðar í því að hreinsa sníkjudýr
og deyjandi vefi af öðrum sjódýr-
um, sem til þeirra koma. Þessi
gagnkvæma hegðun beggja aðila
stuðlar að aukinni vellíðan þeirra
fiska, sem hreinsaðir eru, en hrein-
gerninga-fiskarnir afla sér á þenn-
an hátt fæðu.
Samskipti fiskanna virðast oft
vera af tilviljun, eins og í fyrsta
tilféllinu, sem ég varð þeirra var.
En á Bahamaeyjunum er greinilega
um vel skipulögð samskipti að
ræða á milli Pedersens-rækjunnar
og hinna mörgu viðskiptavina
hennar. — Hinn gegnsæi bolur
þessa smádýrs er með hvítum rönd-
um og fjólubláum dílum og hinn á-
— Úr Víkingi —
129