Úrval - 01.06.1962, Page 129
Fílarófur
notaðar
fyrir
peninga “,ir0., Batli!l,
Wí
NU Á DÖGUM „fljúga"
peningarnir hönd úr hendi
Einu sinni skokkuðu þeir
bara, þ.e. þegar nautgripir
voru hin æðstu auðæfi og raun-
veruleg mynt og vasapeningar
borgarans lölluðu þannig á fjórum
fótum eftir veginum.
Þá var siðmenningin kornung.
Viðskipti áttu sér stað með vöru-
skiptum. En framboð og eftirspurn
fæddi af sér vandamál, sem aðeins
var hægt að leysa með einhvers
konar viðurkenndum skiptum verð-
mæta.
Húsdýrin veittu mönnum hið
rétta svar. „Pecunia", hið latneska
heiti peninganna, er dregið af orð-
inu „pecus“, sem þýðir nautgripir.
Auðæfi á sviði nautgriparæktar eru
enn metin eftir höfðatölu gripanna
eða með öðrum orðum „per cap-
ita“. Og þetta skýrir það fyrir-
brigði, að sparifé það, sem við
kunnum að hafa nurlað saman,
séum við heppin, nefnist nú „kapi-
tal“ (fjármagn).
Það væri vissulega fyrirhafnar-
samt að halda í innkaupaferð með
heila hjörð nautgripa, og því er
það ekki einkennilegt, að einhverj-
ir snjallir forfeður okkar fundu upp
mynt, sem auðvelt er að flytja með
sér og bera á sér. Samkvæmt
beztu heimildum virðist ríkið Lydía
f Litlu-Asíu hafa hleypt fyrstu
málmpeningunum af stokkunum í
kringum 700 f. Kr.
Hinir nýstárlegu málmpeningar
Lydíu urðu að raunverulegum
nauðsynjum, þegar herir Alexand-
ers mikla komu þeim á framfæri
— Or Magnifieat, stytt, —
137