Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 130
138
ÚRVAL
á hinum víðlendu svseðum, sem
hann lagði undir sig. Mestur hluti
hins siðmenntaða heims hafði hall-
azt að notkun málmpeninga, þeg-
ar komið var fram á 4. öld f. Kr.
En peningarnir höfðu ekki vængi
sem nú. Þótt Grikkir og aðrar
þjóðir nytu þess, að heyra hringlið
í peningum sínum, hélt fólk í mörg-
um öðrum hlutum heims áfram að
nota sinn sérstaka, vinsæla gjald-
miðil, og eru ýmsar tegundir hans
í notkun í heiminum enn þann dag
í dag.
Slíkir hlutir sem salt, steinar og
skeljar hafa t.d. verið notaðir sem
gjaldmiðill. Málaliðum Cæsars var
að nokkru leyti greitt með pening-
um til þess að kaupa salt fyrir, og
því eru laun kölluð ,,salary“ á nú-
tímaensku. Skeljar eru enn gjald-
miðill á mörgum svæðum Kyrra-
hafsins, og því er nú stundum sagt
„to shell out“, sem merkir að
greiða á nútíma ensku.
íbúar sumra svæða í Kongó afla
sér síns gjaldmiðils með því að
reka fíla inn í fjallaskörð, sem eru
svo þröng, að skepnurnar geta
ekki snúið sér við. Og síðan skera
þeir af þeim halann. Einn hali næg-
ir til þess að greiða verð eins
þræls. Fimmtíu burstir úr halanum
hafa svipaðan kaupmátt og tíu
shillingar. Á Yapeyju báru menn
eitt sinn á sér 100 punda steinpen-
ing. Þetta var flatur, kringlóttur
steinn, og gegnum hann mátti
stinga spýtu, svo að hægt væri að
flytja hann á sterkum öxlum. Slík-
ir hundrað punda peningar nægðu
eitt sinn sem greiðsla fyrir 10.000
kókoshnetur, 18 feta bát eða eigin-
konu.
Verðminnsti peningur veraldar
finnst í Travancore á Malabar-
strönd Indlands. Hann vegur aðeins
1/700 hluta úr ensku pundi og er
að verðmæti 1/50 hluti úr fanam,
en fanamið er aftur á móti fjögurra
penca yirði.
Gamlir peningar mynda einn á-
þreifanlegasta tengiliðinn við önn-
ur menningarþjóðfélög. Af efni
peninganna, lögun þeirra, gerð, frá-
gangi og skreytingu geta sagnfræð-
ingar og fornleifafræðingar skeytt
saman bakgrunn sögunnar, hvað
menningu, trúarbrögð og tímatal
snertir.
Það er einkennilegt, að ýmiss
konar gjaldmiðill annar en pen-
ingar hefur oft verið löglegur og
almennt viðurkenndur. Alla 17. öld
voru loðskinn notuð sem gjald-
miðill, og voru bjóraskinnin verð-
mætasta myntin. Góð byssa kost-
aði heila hrúgu af bjóraskinnum,
og skyldi hrúgan vera jafnhá og
byssan var á lengd. í þó nokkurn
tíma var tóbak eini löglegi gjald-
miðillinn í Virginíufylki í Banda-
ríkjunum.
Fyrstu peningarnir, sem slegnir
voru í brezku nýlendunum á meg-