Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 135
DÓ NAPÓLEON AF EITRI?
143
þar sem er síðan hægt að finna
það. Greiningin hlaut því að sýna
að minnsta kosti einhverja aukn-
ingu arsenikmagnsins í hári keisar-
ans, ef hann hafði verið myrtur
með arseniki.
Dr. Forshufvud sjálfum til mik-
illar furðu sýndi greiningin raun-
verulega 13 sinnum meira arsenik-
innihald en hámarksmagn það, sem
álitið hafði verið eðlilegt.
Undarlegir hlutir á hjara veraldar.
ÞEGAR hitastigið er komið niður í 50—60 gráðu frost og
skilyrði eru að öðru leyti góð má heyra samtal milli manna
í kilómetra fjarlægð eða meira. Hægt er að heyra mann stappa í
snjóinn I þriggja km fjarlægð og hund gelta í 20 km fjarlægð. Eitt
af þvi, sem gerist í miklum kulda, er að loftið verður geysilega
þurrt. Þegar frostið er orðið 35—50 gráður koma í ljós undarleg
fyrirbæri. Upp af ólögðum ám leggur feiknarlega gufubólstra,
sem minna á reykjarþykkni af skógareldum. Og dýr skilja eftir
sig þokuslóð í loftinu. 1 50 gráðu frosti skiiur hreindýr eftir
sig svo mikla þokuslóð, að það er oft ekki hægt að sjá það
aftan frá á þriggja metra færi. Þeim mun kaldara sem verður,
batnar skyggnið ef ekki leggur yfir þoku. 1 45 stiga frosti getur
maður greint smáatriði í tvisvar til þrisvar sinnum meiri fjar-
lægð en í 10 stiga hita. Fjöll í fjarska fá ekki hinn undarlega
bláma fjarlægðarinnar né heldur sljóvgast útlinur þeirra sem
algengt er. Fjall í 30 km fjarlægð, getur sýnzt hæðarkollur
rétt fram undan. Þá er ljósrauður snær ekki sjaldgæft fyrirbæri.
Liturinn stafar af smásæjum jurtagróðri, er vex í sköflunum.
Roðaliturinn sést ekki, ef maður athugar snjóinn við fætur sér,
en kemur aðeins fram til að sjá, a. m. k. í 20—30 m fjarlægð.
Hann er stundum bleikrauður, stundum dökkrauður. Og þegar
mest er um þennan smásæja gróður, varpar snærinn fölrauðum
bjarma um himininn. Enda þótt sum svæði séu mestu veðra-
víti, má kalla Norður-Grænland yfirleitt lognasamt land. Það er
sjaldan, að maður finnur golu þar norður frá, en þegar hún
strýkur yfir auðnirnar, er hún mild og ljúf. Meðalárs snjókoman
er t. d. minni þar en í Skotlandi.
— Vilhjálmur Stefánsson.