Úrval - 01.06.1962, Síða 140
148
ÚRVAL
ann. „Höfum við það?“ spurði
hann. „Hún gleypir í sig brennslu-
efnið í þessum gír“. Vidot játaði
þvf. Vélin þornaði, þegar þeir áttu
aðeins eftir tvær mílur að höfn.
Þegar konurnar sáu svip karlmann-
anna, fóru þær að gráta.
Corgat reyndi að hugga þær.
„Við erum svo nálægt, að það
liggur við, að við gætum synt í
land. Það fer ekki hjá því, að við
sjáumst úr landi. Það er alltaf ein-
hver á verði. Kannski sér hann
okkur núna í sjónaukanum."
Laurence horfði á sóltjöldin og
súluna, sem þau voru strengd á, —
til að hlífa farþegunum, sem voru
l.ppi á þiljum, við sólinni. Sól-
tjaidið mætti skera sundur í tvö
segl, og súlan gæti gegnt hlut-
verki mastursins.
Skyndilega fór að rigna eins og
hellt væri úr fötu, og bátinn rak.
Karlmennirnir vörpuðu út akker-
um og fundu, að undir var kórall.
Marie Jeanne stanzaði.
Þegar myrkrið var að skella á,
kom Laurence auga á lítinn fiski-
bát. Gamli sjómaðurinn hrópaði og
veifaði í ausandi regninu, — en
fiskimennirnir voru blindaðir af
veðrinu og héldu áfram til strand-
ar.
Um miðnætti hristi vindhviða
bátinn. Vidot og Laurence fóru að
draga upp akkerið, — en þegar
kom að fimm feta markinu sást,
að veikur hlekkur hafði hrokkið í
sundur, — og línan slitnað. Marie
Jeanne rak í niðamyrkri.
Um morguninn sást, að bátinn
hafði rekið suður með ströndinni.
Hann var svo nálægt landi, að ein-
hver hlyti að koma auga á hann.
En þegar þau nálguðust enda eyj-
arinnar, spurði Laurence, hvað þau
hefðu ætilegt um borð. Matarbirgð-
imar voru um lítri af vatni á
mann, svolítið af góðgæti og á-
vextir Rondeaus.
Við verðum að borða svolítið og
megum ekki láta hugfallast, sagði
Corgat. Þegar landið hvarf sjón-
um þeirra, bjó Laurence út segl úr
sóltjaldinu. Vindurinn stóð ekki á
land á Mahé, en honum reiknaðist
svo til, að með dálítilli heppni gætu
þau komizt til Frigate-eyjar, sem
er nokkrum mílum austar.
Þegar Corgat kvaddi konu sína
á laugardag, sagðist hann mundu
koma aftur samdægurs eða £ síð-
asta lagi á sunnudag. Þegar hann
var ekki kominn á sunnudags-
kvöld fór hún að verða áhyggju-
full. Fyrir hennar orðastað var eft-
irlitsbátur sendur af stað á mánu-
dag til þess að ganga úr skugga
um, hvort Marie Jeanne hefði farið
frá Praslin. Þegar þessi bátur kom
aftur, var alvörusvipur á bátsverj-
um. Marie Jeanne var týnd.
Næsta dag var haldinn fundur
með sjómönnum og hafnaryfirvöld-