Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 142
150
féll niður í káetuna. Selby Corgat
greip hann, og konurnar, sem ekki
höfðu hreyft sig í marga daga,
settust upp í æsingi. Það var í-
skyggilega af þeim dregið. Rond-
eau skar fiskinn niður í tvo jafna
bita og konurnar átu hann hráan.
Enginn fékk matarbita næstu
18 daga. Þau settust upp til að
drekka vatnið, sem var af skornum
skammti og iögðust síðan fyrir.
Mátturinn fjaraði út. Konurnar
tvær heyrðust oft tauta bænir. Á
33. degi settist hvítur sjófugl á
stefnið.
Allir sátu grafkyrrir, nema
Laurence, sem skreið í áttina til
fuglsins. Snöggt viðbragð, — og
Laurence hafði fugiinn í hendi sér.
Allir horfðu græðgislega á, meðan
Rondeau reitti fuglinn og skipti
honum niður í tiu bita, þannig að
hver og einn fékk munnfylli.
Á 35. degi sá Vidot, þegar hann
var á verði, tvo sjófugla á stefn-
inu. Hann þumlungaði sig með
þjáningum áfram, — enginn annar
bærði á sér. Augnabliks kurr fór
um hópinn, þegar véiamaðurinn
sneri höfuðið af öðrum fuglinum
og saup úr honum blóðið án þess
að hirða um að skipta því á miili
hinna. Svo beið hann eftir hinum
fuglinum. Fuglinn settist, og hann
náði honum. Aftur drakk hann
blóðið, en í þetta skipti fann hann
ásökunaraugu Selby Corgats hvíla
ÚRVAL
á sér, — og hann sá framréttar
hendur drengsins.
„Gefðu mér svolítið. Vektu mig
næst, Antoine, — ég þarfnast
blóðsins líka.“ Kjötið af þessum
tveim fuglum forðaði karlmönnun-
um frá hungurdauða, en konurnar
gátu ekki kyngt því, — þrátt fyrir
örvunarorð Corgats. Hann reyndi
að tala í þær þrótt. „Laurence
segir, að fuglarnir tákni, að við
séum komnir í nánd við eyju. Kann-
ski það sé Agaiega. Við verðum
að vera vel á verði nú.“
Nú var skýlið orðið svart af sól-
inni, og líkamir fólksins voru
hræðilega skorpnir. „Við líkjumst
ekki iengur mannlegum verum,“
skrifar Corgat í dagbók sína. „Við
erum of veikburða til að geta
skvett vatni á káetuna". Enn var
hann að lyfta upp höfðum kvenn-
anna og reyna að neyða nokkra
vatnsdropa inn fyrir varir þeirra,
— en hann sá, að þær mundu
deyja fljótlega.
Madame Arissol varð æst, þegar
hún ímyndaði sér, að Madame
Rose væri að kalla til hennar frá
öðrum heimi, og hún tautaði: „Ég
ar að koma Edith, að koma ....“
Einu sinni tókst Madame Finesse
að hvísla að Corgat: „Við höfum
fengið að lifa lífinu, — en það er
sárt, að drengirnir deyi.“
í fyrstu vikunni hafði stjórnin
á Mahé lagt sig fram um að fá ut-