Úrval - 01.06.1962, Side 144
„Þetta er forsjónin", sagði Laur-
ence og lyfti veðruðu, hrukkóttu
andlitinu. „Þetta er merki frá
guði,“ sagði Corgat. „Við skulum
aftur reyna að róa.“
Hinir hristu höfuðið, — þeir
voru of máttvana. Loks reis Vidot
á fætur og greip til annarrar árar-
innar, — en hann féll brátt ör-
magna til jarðar.
Theodore Corgat vildi ekki gef-
ast upp. Hann festi árina við skut-
inn og reyndi að knýja þungan
bátinn áfram. Með örvæntingar-
afli lamdi hann árunum í sjóinn og
andvarpaði: „Sjáið þið, við höfum
það, hjálpið mér.“
Hann reri í klukkustund, — en
þá datt hann og greip um magann.
Blóðtaumur lak niður hökuna. Sel-
by og Vidot gátu lagt hann á gólf-
ið í vélarhúsinu.
„Hvað er að, pabbi?“ hrópaði
Selby.
„Það er eitthvað innvortis,"
tuldraði Corgat.
Hann stóð aldrei upp frá þeim
stað, þar sem þeir lögðu hann, —
en hann héit áfram að skrifa í dag-
bókina sína. Hönd hans var enn
styrk, þegar hann skrifaði: „Mad-
ame Ange Finesse lézt á sjónum
11. marz, 1953.“
Hún hafði dáið svo hljóðlega, að
það leið nokkur stund, þar til þau
gerðu sér ljóst, að hún var dáin.
Þegar þeim varð það ljóst, kom
þeim öllum hið sama í hug: „Hver
verður næstur?"
Jules Lavigne fór að fara með
faðir vorið með hreinni, barnslegri
röddu. Röddin brast, þegar kom að
„gef oss í dag vort daglegt brauð“
.... þá lyftu þeir bekknum, sem
Madame Finesse hafði legið á og
létu hann fyrir borð.
Á 42. degi gerir Corgat þessa
athugasemd: „Það er í fyrsta sinni
í dag, sem enginn er á verði." Eng-
in ljós og sjórinn skolaðist fram
og aftur um gólfið í káetunni.
Laurence var farinn að tala við
siálfan sig.
Madame Arissol dó á 43. degi.
Laurence ákvað nú að fara inn
í káetuna. „Til vinar míns Aug-
uste,“ sagði hann hlæjandi.
„Látið hann ekki koma hingað,"
sagði Auguste biðjandi. Daginn
eftir sagði Auguste Vidot, að
Laurence hefði tekið fyrir kverkar
sér um nóttina. „Skiljið mig ekki
einan eftir hjá honum,“ sagði
hann.
Laurence hreyfði ekki mótbár-
um, þegar Vidot og Selby bundu
fætur hans og létu hann sitja upp-
réttan. Þeir ieyfðu honum að liggja
á nóttunni, — en leystu ekki haft-
ið.
En næstu daga varð hann svo
æstur, að þeir gátu ekki lengur
verið öruggir um hann. Selby var
hræddur við að fara inn í káetuna,