Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 152
160
ÚRVAL
hríðskotabyssu, en Oli hafði tek-
izt að láta myrkrið skýla sér. Fyr-
irliðinn ýtti við okkur með hríð-
skotabyssunrii og gaf okkur bend-
ingu um að fylgjast með þeim.
Stundarkorni síðar komum við
að bröttu og djúpu gili. Ég stirðn-
aði þegar ég heyrði skipunarorð
fyrirliðans, „stoi“. Það var ekki
ungverska orðið yfir að numið
skyldi staðar — það var rússneska.
Mér varð þá samstundis ljóst að
ég var fallin í hendur fjandmönn-
um okkar, að fyrirliðinn var einn
af þeim, sem að undanförnu höfðu
myrt friðsama borgara hópum
saman á hinn hryllilegasta hátt.
Honum mundi ekki verða mikið
fyrir því að skjóta okkur tvö og
varpa líkum okkar í gilið — hann
mundi ekki einu sinni þurfa að
gera neinum grein fyrir þeim
verknaði. Slíkt var svo hversdags-
legt í þeim herbúðum. Hversu ó-
líklegt, sem það virtist frá mínu
sjónarmiði, að ég — kona, sem var
þarna á ferð í líknarerindum —
mætti eins gera ráð fyrir að verða
skotin niður í gili af einkennisbún-
um varðliðum, og síðan ekki meir,
þá var sú hætta eins raunveruleg
þessa stundina og hugsazt gat.
Það voru ekki nema þrjár vikur
síðan ég hafði verið send til Aust-
urríkis — tvennra erinda. Ég var
ljósmyndari tímaritsins „Life“ og
var send á vegum þess til að skrifa
greinar um ungverska flóttafólkið
og taka myndir í því sambandi, en
ég var einnig á vegum Alþjóðlegu
flóttamannastofnunarinnar, sem sá
um að koma nauðsynlegustu lyfj-
um til ungverska flóttafólksins og
frelsisliðanna, en Charles Pfizer &
Co. og aðrir lyfjaframleiðendur
höfðu lagt af mörkum í því skyni
lyfjabirgðir, sem námu hálfri millj-
ón dala að verðmæti. Þessi tvenns-
konar erindi virtust geta samrýmzt
prýðilega enda þótt einu virtist
gilda þessa stundina hverra erinda
ég var stödd þarna úti á ungversku
sléttunni, heldur væru þessir fjór-
ir þungbúnu og þöglu varðliðar,
sem höfðu tekið okkur höndum,
hið eina sem máli skipti.
Ég hrasaði í myrkrinu og varð
það þá á að grípa í einn af her-
mönnunum til að verjast falli. Hon-
um brá svo, að hann snerist á hæl,
beindi að mér blossaljósi og starði
skelkaður á mig. örstutt andartak
minnti hann mig á ungu piltana,
sem verið höfðu skólabræður mínir
heima. En um leið og fyrirliðinn
kallaði hranalega til hans eitthvað,
sem ég ekki skildi, ógnaði hann
mér með riffilhlaupinu. Við héld-
um áfram göngunni, hann hafði á
einu vetfangi breytzt aftur í per-
sónugerving hinnar miskunnar-
lausu grimmdar, fjandmanninn, og
ég var aftur ofurseid honum sem
fangi — og ég var langt að heim-
an.