Úrval - 01.06.1962, Síða 153
IIVAÐ ER KONA AÐ GERA HÉR?
161
Litið um öxl.
HEIMA — það orð hafði hvað
mig snerti aðeins eina og óum-
breytanlega merkingu; Wisconsin.
Ég ólst upp í fjölskyldu, sem
skildi til hlítar hvað felst í orðinu
„persónufrelsi", löngu áður en það
orð var almennt tekið í notkun.
Það var hjartahlýjan, sem tengdi
þá fjölskyldu nánum og traustum
böndum. Pabbi var sölumaður,
verzlaði með byggingavörur og öll
ósannindi voru honum slík viður-
styggð, að hann harðneitaði að lofa
vöruna, sem hann hafði á boðstól-
um. Mamma hafði mikið og ljóst
hár og ótrúlega skærblá augu; hún
vissi óbrigðula lausn á hverju
vandamáli — meiri ást og tillits-
semi, meira langlundargeð. Svo var
það afi gamli, sem kitlaði mig með
skegginu sínu, og amma, sem í
æsku hafði átt þá ósk heitasta að
mega sýna reiðlistir í fjölleikahúsi,
og auk þess frændur og frænkur,
sem trúðu því statt og stöðugt að
ég væri undrabarn — á öllum svið-
um.
Pabbi hafði aftur á móti aldrei
orð á því, en ég vissi samt að
hann var stoltur af mér fyrir það,
að ég fylgdi honum stöðugt eftir
hversu hátt og djarflega sem hann
kleif um grindarbitana í bygg-
ingunum, sem verið var að reisa.
Ég var alltaf hrædd, en of stolt
til að láta það í ljós. Hann veitti
því athygli engu að síður og einu
sinni sagði hann við mig, ástúð-
lega eins og hans var vandi:
„Horfðu ailtaf beint fram, aldrei
niður eða aftur, og þá er engin
hætta á að þú hrapir“.
Þessari leiðbeiningu hans hef ég
síðan trúlega fylgt — á fiottrjám
yfir straumþung fljót, kaðalbrúm
yfir gínandi gljúfur, fallhlífum og
siglínum, og hún hefur aldrei
brugðizt mér.
Sennilega hefur mér og bróður
mínurn orðið það ómetanlegt lán
að við ólumst upp á kreppuárun-
um, svo foreidrar okkar gátu ekki
styrkt okkur fjárhagslega nema af
mjög skornum skammti. Ég varð
að fieyta mér á styrkjum gegnum
háskólanámið, sem ég hóf árið
1935, og um leið varð ég að fara
að hugsa fyrir framtíðinni. Eftir
að ég sá kvikmynd af fyrsta Suð-
urheimsskautsleiðangri Byrds að-
míráls, var ég ekki í neinum vafa
um hvað ég ætlaði að verða. Land-
könnuður, sem athugaði og rann-
sakaði auðnir og ókunn svæði úr
lofti.
Foreldrar mínir voru einlægir
friðarsinnar. Þau dáðu hetjur og
afrek, en þó því aðeins að hvorki
kæmi þar ofbeldi né grimmúð til
greina, allt slíkt var þeim viður-
styggð, hver svo sem að því stóð.
Byrd var hetja, en hann háði bar-
áttu sína eingöngu við höfuðskepn-
urnar og allir hans sigrar voru