Úrval - 01.06.1962, Síða 158
166
ÚR VAL
varð því að sitja heima, en hús-
móðirin hélt í stríð . . .
Við erum skotmarkið!
Fyrst var ég send til Honolulu,
því næst til Guam. Mér var mjög
í mun að fá tækifæri til að skrifa
um landgöngu sjóliðsins á Iwo
Jima; þorði þó ekki að vona að
mér yrði leyft að fara þangað, en
sótti um að ég fengi að fara eins
nálægt og frekast kæmi til greina.
Mér til mikillar undrunar var mér
fengið far með bandaríska spitala-
skipinu „Samaritan“, sem ieggja
átti af stað morguninn eftir til
Iwo Jima.
Aðra nóttina, sem ég svaf um
borð, bjó ég mig undir nóttina á
þann hátt sem ég gerði æ síðan
hvar á styrjaldarsvæði, sem ég var
stödd — setti nýja filmu í Ijós-
myndavélina, sem ég bjó síðan um
í svæfium á gólfinu til að verja
hana skemmdum, ef til sprenging-
ar kæmi; hengdi hjálminn og björg-
unarbeltið innan armslengdar og
æfði mig að grípa til þess lokuð-
um augum. Gat þó ekki varizt
brosi, því að hið mikla spítalaskip,
sem málað var gljáhvítt, var auð-
kennt risastórum, rauðum krossum
og auk þess óvopnað með öllu, svo
það var friðhelgt, samkvæmt al-
þjóðlegu Genfarsamþykktinni. —
Hvað hafði ég því að óttast?
Ég sofnaði út frá þessum hug-
leiðingum og vaknaði við það að
Ioftvarnarblístra skipsins var þeytt
ákaflega, en allir kallaðir til ör-
yggisstöðvanna um hátalarakerfið.
„Japönsk sprengjuflugvél veitist
að skipinu . . . Við erum skot-
mark . . . Allir í var . . .“
Ég greip myndavélina, hraðaði
mér upp á þiljur og þangað sem
hæst bar, svo ég hefði bezta yfir-
sýn. Einhver hafði orð á því, að
þessir ljósmyndarar væru snar-
brjálaðir, en það hleypti einungis
í mig þráa. Það var glaðasólskin
og heiðríkja og hafið fagurblátt,
en ekki sást neinn lifandi maður á
þiljum, því aiiir voru i vari. Ég
sá japönsku flugvélina greinilega,
en hún var samt of hátt yfir til
þess að hún næðist á ljósmynd —
hins vegar stækkaði sprengjan óð-
fluga, sem hún varpaði að skipinu.
Ég heyrði ys og klið manna í ör-
yggisstöðvunum, en gerði mér það
ekki ljóst fyrr en sprengjan hafði
skollið í sjóinn drjúgan spöl frá
skipinu, að um fagnaðarklið væri
að ræða, því að ég var ein um það,
að sjá það ekki strax að fiugmað-
urinn hafði misreiknað sig. Vist
var um það, að ekki hafði ég náð
neinni myndinni.
En sá japanski var ekki hættur.
Hann nálgaðist aftur og flaug
iægra en áður. Ég lagðist kylliflöt,
svo mér veittist auðveldara að
halda vélinni stöðugri, sá sprengju-
flugvélina stækka sífellt í mynd-
sjánni; flugmaðurinn hlaut. að