Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 159
HVAÐ ER KONA AÐ GERA IŒR?
167
varpa að okkur sprengjunni þá og
þegar.
Það varð þó ekkert úr því. Þess
í stað sá ég eldglæringar og blossa
allt umhverfis flugvélina, sem
hraðaði sér brott. Tundurspiliir frá
Iwo var kominn á vettvang og
skaut á þann japanska úr öllum
loftvarnarbyssum sínum. Og ég
hafði hlotið eldskírnina, en ekki
náð neinni ljósmynd því til sönn-
unar — raunar hefði ljósmynda-
vélin þurft að vera búin fjarlægð-
arlinsu til þess, en smeyk var ég
um að ekki tæki Tony þá afsök-
un gilda.
Harka og hugrekki —
meira en orð fá lýst.
Þegar „Samaritan" kom upp
undir Iwo Jima, var þar fyrir fjöldi
bandarískra herskipa, sem hélt
uppi ákafri skothríð á ströndina,
en grjót og moldarmekkir stóðu
hátt í loft upp þar sem kúlurnar
komu niður. Flugmaður átti að
leggja af stað til liðs við nokkra
hermenn, sem króaðir höfðu verið
af í grennd við Suribachifjallið.
Hann átti að taka vélina á loft af
þilfari á móðurskipi, en einhver
mistök urðu, brotin úr flugvélinni
þeyttust í allar áttir; annan væng-
inn bar í hæð við fjallsbrúnina.
Innan skamms hélt floti smá-
báta út frá ströndinni að spítala-
skipinu og særðir hermenn voru
fiuttir um borð á sjúkrabörum,
hver á eftir öðrum, stynjandi af
óbærilegum sársauka. Og þegar ég
kom aftur á skutþiljur, þar sem
börurnar höfðu verið settar í bili,
var sem eitthvað hið innra með
mér varaði mig við — ef ég hætti
mér nær þessum blóðugu, særðu
og limlestu bræðrum mínum, sem
lágu þarna á segldúksbörunum, röð
við röð, mundi ég aldrei geta tek-
ið ljósmynd framar.
En það tók liðþjálfa nokkurn,
Martin að nafni, ekki nema andar-
tak að sannfæra mig um að sá
kviði minn var með öllu ástæðu-
laus. Martin virtist að dauða kom-
inn; hann var allur blóði storkinn
og náfroða um vit honum, og
hjúkrunarliði hóf blóðgjöfina tafar-
laust um leið og börurnar voru
settar á þilfarið.
Ég hafði aldrei litið framan í
særðan mann, nema í gegnum
myndsjána á vélinni, en nú komst
ég ekki hjá því. Hann opnaði aug-
un og leit til mín; smáspjald með
áletruninni, „STRAX“, hafði verið
lagt yfir munn hans og ég færði
það til, svo hann ætti auðveldara
með að anda. Þá leit hann enn á
mig, þjáningasvipurinn á ásjónu
hans mildaðist; hann reyndi að
brosa!
Mér fannst ég verða að segja
eitthvað, en vafðist tunga um tönn.
„Hvernig . . . líður þér, hermað-
ur?“ spurði ég.
,,Sjóliði“, leiðrétti hann mig og