Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 160
1G8
ÚRVAL
endurtók með stolti í veikri rödd-
inni. „Ég er sjóliði".
„Afsakaðu . . . Hvernig llður
þér, sjóliði?”
Og nú tókst honum að brosa.
„Mér líður vel“, svaraði hann.
Mér varð litið á blóðflöskuna,
sem hékk á stöng yfir honum og
stúfana, sem eftir voru af fótum
hans — og hann brosti og sagði
að sér liði vel.
„Mér líður vel, fyrst ég er kom-
inn hingað", sagði hann.
Ég sagði ekki neitt, því að ég
vissi að honum var ofraun að
tala, enda þótt hann væri farinn
að hressast við blóðgjöfina. En
hann mælti enn:
„Ég þóttist alltaf finna að strák-
unum í herflokkunum væri vel við
mig, skilurðu. En mér hefði aldrei
komið til hugar að þeir legðu það
á sig mín vegna, að bjarga mér
úr Helvítinu, þarna uppi í eynni“.
Hann þagnaði við eitt andartak
vegna sársaukans og hélt svo á-
fram. „Þeir báru mig fullar þrjár
míiur . . . Finnst þér ekki ástæða
til að mér líði vel?“
Og enn brosti hann, en bros hans
varð fjarrænt, rétt eins og hann
sæi þá félaga sína þarna á aftur-
þiljunum og vildi gefa þeim til
kynna að nú væri hann öruggur.
Sjúkraberarnir komu og héldu á
brott með Martin. Ég fylgdist með
því hvort þeir héldu með hann
þangað, sem farið var með þá,
sem talið var að ekki væri nokk-
ur lífsvon — en þeir fóru ekki
með hann þangað.
Eftir þetta virti ég hvern þann
sjóliða, sem ég ijósmyndaði, ná-
ið fyrir mér. Og ég komst að raun
um að þeir tóku flestir undir við
Martin liðþjálfa, hvernig svo sem
ástatt var með þá — þeim leið vel,
fyrst þeir voru á lífi og komnir
þangað, sem þeir voru öruggir.
Á tveim sóiarhringum voru 606
hættulega særðir sjóliðar fluttir
um borð í spítalaskipið, og voru
þá orðnir hundraði fleiri en við-
búnaður var til að veita móttöku.
Allir gangar voru gerðir að sjúkra-
stofum, en ís var lagður við sár
sumra til að verja þau spillingu,
á meðan þeir biðu þess að þeir
yrðu lagðir á skurðarborðið. Og
þar sem tilgangslaust var að spít-
alaskipið hefði þarna lengri dvöl,
var siglt til Saipan, þar sem sjó-
herinn hafði komið sér upp spítala-
stöðvum.
Vespusuðið.
Ég kom aftur til Iwo Jima á
tólfta degi orrustunnar um eyna.
Og þegar ég var spurð hvert ég
vildi halda, svaraði ég eins og
venjulega að ég vildi komast eins
nálægt átökunum og mér yrði
veitt leyfi til. Þarna var svari mínu
þó ekki tekið á sama hátt og áður.
Liðsforinginn, sem réðist mér til
fylgdar, brosti ekki þegar hann