Úrval - 01.06.1962, Síða 163
HVAÐ ER KOXA AÐ GERA HÉR?
171
Liðsforinginn tók að hiæja svo
dátt, að við sjálft iá að honum
fataðist stjórnin á bílnum. Það var
ekki fyrr en nokkrum dögum
seinna, að mér skildist að þessi
þytur, sem ég heyrði og minnti
mig á vespusuð, kom af kúlum
leyniskyttanna, þegar þær þutu við
eyru mér . . .
Gert að sárum við vasaljós.
Þegar mér skildist það, bætti ég
orðunum: „í kúlnahríð", við sem
undirfyrirsögn að frásögninni, og
hugsaði sem svo að það mundi
ekki koma oftar fyrir mig að fara
yfir víglínu óafvitandi. Samt sem
áður endurtók sama sagan sig á
Okinawa, þar fór ég með njósna-
sveit kílómetra inn á „hvorugs-
svæði“ án þess að hafa hugmynd
um hvenær við fórum yfir víglín-
una. Ég var þó aldrei langt frá
landamæfum lífs og dauða, þar á
Okinawa. Það var einu sinni í víg-
stöðvaspítalanum, að ég vaknaði
við tvö riffilskot úm miðja nótt,
en myrkrið, sem umlukti bygging-
una, var rofið af tveim björtum
jeppaljósum. Jeppinn var varla
numinn staðar þegar fjórar sjúkra-
börur voru bornar inn í spítalanij.
Á einum lá maður, sem þegar var -
iátinn af sárum sínum, tveir voru ■*
íiltöluiega lítt særðir, en sá fjórði
hafði holundarsár á barmi. Jafnvel
um borð í spítalaskipinu, þar sem
fuilkomnustu aðstæður og tæki
voru fyrir hendi, mundi lífi hans
vart hafa orðið bjargað; hér voru
tæki einungis til bráðabirgðaað-
gerða og ekki mátti kveikja ljós.
Yfirlæknirinn, Charles Ihle, lét
það ekki á sig fá. Hann hóf blóð-
gjöfina tafarlaust með aðstoð yfir-
lyfjafræðingsins — við glætu af
vasaijósi. „Vektu tvo hjúkrunar-
liða til að haida á vasaljósum til
viðbótar", sagði hann við lyfja-
fræðinginn.
„Það er óþarfi að vekja nema
einn; ég er þegar á fótum“, varð
mér að orði um leið og ég tók við
vasaljósinu úr hendi lyfjafræðings-
ins.
„Hvernig getum við treyst því,
að ekki líði yfir yður?“ spurði
yfirlæknirinn.
„Það líður ekki yfir mig, yfir-
læknir", heyrði ég sjálfa mig segja
öruggri röddu.
Og vitanlega hlaut ég að standa
við orð mín. Við urðum að beina
vasaljósunum beint niður að hönd-
um læknisins, svo bjarminn gæfi
leyniskyttunum ekki vísbendingu,
og næstu tvær klukkustundirnar
varð ég vitni að því, er yfirlækn-
irinn bjargaði mannslífi. Þegar öllu
var lokið og lyfjafræðingurinn
stöðvaði blóðgjöfina í bili, titruðu
hendur mínar og skulfu, hvernig
sem ég reyndi að hafa stjórn á
þeim. Vasaljósið reyndist merki-
Iega þungt, þegar þvf var haldið
stöðugt í 120 mínútur. Mér varð