Úrval - 01.06.1962, Side 167
HVAÐ ER KONA AÐ GERA HÉR?
175
munni, heldur voru þau gersam-
lega sinnulaus — þangað til ég
brá upp ljósblossanum. Þá ærðust
þau á einu vetfangi, Ijósblossinn
minnti þau á skotblossana og nú
bjuggust þau við dauða sínum.
Með grátstaf í röddinni bað ég
prestinn, sem veitti hælinu for-
stöðu, afsökunar á þessari ógætni
minni og hugðist halda á brott. En
hann svaraði eins og strangur lið-
þjálfi: „Þér farið ekki neitt. Tak-
ið tafarlaust aðra mynd“.
Ég hlýddi, og enn skelfdust
börnin við ljósblossann, en þó ekki
líkt því eins og í fyrra skiptið.
„Takið fleiri myndir . . . haldið
áfram að taka myndir, þangað til
ég tel nóg komið“, skipaði hann.
Aldrei hefur starf mit.t reynt eins
á taugarnar; það var ekki fyrr en
ég hafði tekið einar tíu myndir,
að börnin tóku því nokkurn veginn
rólega þegar ljósblossinn kviknaði.
Þá varð presturinn aftur hinn ljúf-
mannlegasti; bað mig afsökunar á
þvf að hann skyldi hafa verið
svona harður við mig, „en þér eruð
fyrsta framandi manneskjan, sem
börn þessi hafa litið augum síðan
bardögunum lauk, og mér fannst
tími til þess kominn að þeim yrði
það ljóst að framandi manneskjur
og Ijósleiftur þýða ekki alltaf
dauða og blóðsútheliingar“.
Þessu líkir voru þeir atburðir,
sem við Tony lýstum f félagi í orði
og myndum — atburðir, þrungnir
sárustu örvæntingu en þó með í-
vafi fyrirheita og vona, því að
annað veifið hittum við fyrir það
fólk, sem var reiðubúið að fórna
einhverju af hagsmunum sínum í
annarra þágu. Þannig var það til
ársins 1953, en þá fórum við Tony
að fjarlægjast hvort annað, bbeði
hvað starf og tilfinningar snerti..
Við skildum sumarið 1955, eftir
fimmtán. ára hjónaband. Engin
kona getur í senn verið erlendur
fréttaritari og eiginkona. Frétta-
ritarinn ræður hvorki tíma sínum
né næturstað og getur því ekki
sýnt ástvini sínum þá umhyggju,
sem hann þráir. Sum slík hjóna-
bönd hanga þetta á annarri hjör-
inni engu að síður, en þau eru fá.
Um skeið starfaði ég á vegum
Bandarísku rannsóknarstofnunar-
innar, en þegar byltingin í Ung-
verjalandi brauzt út í nóvember-
mánuði 1956 heyrði ég að Alþjóð-
Iega hjálparnefndin og tímaritið
„Life“ væru hvort í sínu lagi að
svipast um eftir fréttaljósmyndara,
sem hefði nokkra reynslu á þessu
sviði og gæti sagt frá för flótta-
fólksins og kjörum þess, bæði í
orði og myndum. Ég greip tæki-
færið.
I stáiklefa.
Kona, sem özlað hafði forina og
ófærðina á háhælaskóm með
sokkaslitur um ökla, ásamt eigin-
manni sínum, sem bar kornabarn