Úrval - 01.06.1962, Side 167

Úrval - 01.06.1962, Side 167
HVAÐ ER KONA AÐ GERA HÉR? 175 munni, heldur voru þau gersam- lega sinnulaus — þangað til ég brá upp ljósblossanum. Þá ærðust þau á einu vetfangi, Ijósblossinn minnti þau á skotblossana og nú bjuggust þau við dauða sínum. Með grátstaf í röddinni bað ég prestinn, sem veitti hælinu for- stöðu, afsökunar á þessari ógætni minni og hugðist halda á brott. En hann svaraði eins og strangur lið- þjálfi: „Þér farið ekki neitt. Tak- ið tafarlaust aðra mynd“. Ég hlýddi, og enn skelfdust börnin við ljósblossann, en þó ekki líkt því eins og í fyrra skiptið. „Takið fleiri myndir . . . haldið áfram að taka myndir, þangað til ég tel nóg komið“, skipaði hann. Aldrei hefur starf mit.t reynt eins á taugarnar; það var ekki fyrr en ég hafði tekið einar tíu myndir, að börnin tóku því nokkurn veginn rólega þegar ljósblossinn kviknaði. Þá varð presturinn aftur hinn ljúf- mannlegasti; bað mig afsökunar á þvf að hann skyldi hafa verið svona harður við mig, „en þér eruð fyrsta framandi manneskjan, sem börn þessi hafa litið augum síðan bardögunum lauk, og mér fannst tími til þess kominn að þeim yrði það ljóst að framandi manneskjur og Ijósleiftur þýða ekki alltaf dauða og blóðsútheliingar“. Þessu líkir voru þeir atburðir, sem við Tony lýstum f félagi í orði og myndum — atburðir, þrungnir sárustu örvæntingu en þó með í- vafi fyrirheita og vona, því að annað veifið hittum við fyrir það fólk, sem var reiðubúið að fórna einhverju af hagsmunum sínum í annarra þágu. Þannig var það til ársins 1953, en þá fórum við Tony að fjarlægjast hvort annað, bbeði hvað starf og tilfinningar snerti.. Við skildum sumarið 1955, eftir fimmtán. ára hjónaband. Engin kona getur í senn verið erlendur fréttaritari og eiginkona. Frétta- ritarinn ræður hvorki tíma sínum né næturstað og getur því ekki sýnt ástvini sínum þá umhyggju, sem hann þráir. Sum slík hjóna- bönd hanga þetta á annarri hjör- inni engu að síður, en þau eru fá. Um skeið starfaði ég á vegum Bandarísku rannsóknarstofnunar- innar, en þegar byltingin í Ung- verjalandi brauzt út í nóvember- mánuði 1956 heyrði ég að Alþjóð- Iega hjálparnefndin og tímaritið „Life“ væru hvort í sínu lagi að svipast um eftir fréttaljósmyndara, sem hefði nokkra reynslu á þessu sviði og gæti sagt frá för flótta- fólksins og kjörum þess, bæði í orði og myndum. Ég greip tæki- færið. I stáiklefa. Kona, sem özlað hafði forina og ófærðina á háhælaskóm með sokkaslitur um ökla, ásamt eigin- manni sínum, sem bar kornabarn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.