Úrval - 01.06.1962, Síða 173
IIVAÐ ER KONA AÐ GERA HÉR?
181
Allir fangarnir voru vaktir löngu
fyrir birtingu, reknir fram á hei-
kaldan ganginn, þar sem þeir voru
látnir fylla þvottaskál ísköldu vatni
úr veggkrana, þvo sér úr því um
hendur og andlit og síðan fataleppa
sína — og loks klefagólfið.
Ég var öllu betur haldin í mat
en flestir aðrir af föngunum, þar
sem ég var þarna til yfirheyrslu,
en ekki sljó af hungri; ég fékk
til dæmis ostsneið eða kjötflís með
hinni lapþunnu súpu að minnsta
kosti einu sinni á dag. Þegar ég
hafði setið þarna í tíu daga, hafði
ég engu að síður kynnzt því nokk-
uð, í fyrsta skipti á ævi minni,
hvernig það er að þjást af hungri.
Því fylgdi ekki beinlínis magnleysi,
heldur fyrst og fremst sársauki á
lófastórum bletti, mismunandi
kvaiafullur að vísu, en aldrei til
lengdar á sama stað í líkamanum.
Önnur áhrif hungursins voru þó
merkilegri reynsla — ég fann mig
breytast smám saman í alit aðra
persónu, sem átti ekki nema eina
skapgerð — ólund, eins og hún
getur orðið lökust og leiðust. Eftir
nokkurt skeið þóttist ég sannfærð
um að ég gæti hvorki grátið né
bölvað, þaðan af síður hlegið, enda
var mér ekki hlátur í hug. Með
öðrum orðum — fangaverðir mín-
ir gátu ráðið skapgerð minni með
mataræðinu.
Ungverska leynilögreglan, AVO,
hélt mér þarna í einangrunarklefa
í fullar fimm vikur, og yfirheyrð
var ég tvisvar eða þrisvar í viku
hverri. Stytzt stóð slík yfirheyrsla
í þvi sem næst tvær klukkustundir,
en oft var ég yfirheyrð sex eða sjö
klukkustundir samfleytt án þess að
fá að borða eða drekka.
Svo nístingskalt var í skrifstof-
unni, þar sem yfirheyrslan fór
fram, að leynilögreglumennirnir
vöfðu uin sig ábreiðum, utanyfir
þykka frakkana. Sá sem yfirheyrði
mig var maður holdskarpur og
svipharður og virtist þess háttar
starfa ekki óvanur. Við upphaf
hverrar yfirheyrslu ýtti hann til
mín skýrslu um framburð minn
við þá næstsíðustu og bauð mér
að undirrita hana, en þegar ég
neitaði, undirritaði hann skýrsluna
sjálfur — mfnu eigin nafni.
Yfirheyrslan hófst því næst á
þeirri spurningu, hvort ég hefði
yfir nokkru að kvarta. Ég minntist
þá einu sinni á það, að ég væri ekki
skráð undir fullu nafni á skýrsl-
ur þeirra — ættarnafni mínu var
sleppt, og mundi því enginn kann-
ast við mig, ef farið væri að
grennslast eftir mér. Náunginn
svaraði tafarlaust að enginn hefði
eftir mér spurt.
Að sjálfsögðu þurfti hann oft
að minnast á væntaniega aftöku
mfna. „Þá er dómur fallinn í máii
yðar“, sagði hann, „og þér hafið