Úrval - 01.06.1962, Side 175
IlVAfí ER KONA AÐ GERA HÉR?
183
verið fundin sek um njósnir og
landráðastarfsemi gegn ungverska
alþýðuiýðveldinu. En þar sem enn
heíur ekki verið gengið til hlítar
frá skjölunum, verðið þér ekki
hengdar í dag . .
Þá gerðist það dag nokkurn, að
tveir fangaverðir komu inn í klef-
ann til mín og hélt annar þeirra
á einhvers konar töngum. „Þú vilt
víst ekki láta draga úr þér tönn?“
spurði hann og glotti. „Til dæmis
framtennurnar?“ Síðan sogaði hann
djúpt að sér sígarettureykinn og
terrði út fingurna, til merkis um
að ég skyldi fara eins að. Þá vissi
ég, hvað var. Ein af síðustu mynd-
unum, sem ég hafði tekið, var af
flóttakonu, sem terrði þannig út
fingurna, að það sást, að böðlar
hennar höfðu rifið af naglirnar með
töng, auk þess sem þeir höfðu
hrennt hörundið á handarbakinu
með sígarettueldi.
Ég greip töngina úr hendi hans,
brá kjaftinum á henni að nöglinni
á vísifingri vinstri handar og sneri
upp á unz mig sárkenndi til, um
leið og ég brosti til þeirra. „Þið
hafið gaman af þessum leik, er það
ekki?“ spurði ég.
Þá þrifu þeir af mér töngina og
strunzuðu út. Mér fannst sem ég
hefði unnið nokkurn sigur. Ég hafði
komizt að raun um að þeir sóttust
ekki fyrst og fremst eftir lífi mínu,
það var vilji minn, sem þeir vildu
sigra; gera mig að þægu verk-
færi . . .
Fyrir leppdómstóli.
Þegar skyggja tók að kvöidi þann
14. janúar, 1957, var ég flutt i
fjötrum í aðra dyflissu. Þar var allt
stórum þoianlegra — meðal annars
var ég þar í klefa með átta kon-
um öðrum, og þótt ég skildi ekki
tungu þeirra, grét ég af fögnuði
yfir því að hafa aftur mannlegt
samfélag.
Þrettán dögum síðar var ég leidd
fyrir rétt.
Þar sá ég í fyrsta skiptið þessa
tvo mánuði andlit, sem ég kannað-
ist við — Carl Hartmann, frétta-
ritara AP, en við höfðum unnið
saman við landamærin. Þetta vakti
með mér forvitni. Hvernig stóð á
því að kommúnistar leyfðu honum
að vera viðstöddum?
Réttarhöldin fóru fram með svip-
uðu móti og yfirheyrslurnar; I full-
ar tvær klukkustundir var ég spurð
að því sama og ég hafði verið þrá-
spurð áður, en loks kom sú spurn-
ing, sem var vandsvarað frammi
fyrir leppdómara kommúnista og
í viðurvist fréttaritara AP — hafið
þér yfir nokkru að kvarta í sam-
bandi við fangelsisvistina?
Bandaríski sendiherrann, sem
leyft hafði verið að hafa tal af
mér sem snöggvast, taldi meiri lík-
ur á að ég yrði látin sleppa, ef ég