Úrval - 01.06.1962, Page 182
SIN OGNIN AF HVERJU
i Meiri von um laekningu geðveilla manna.
í ÞAR til fyrir skemmstu hefur verið talið, að tiltölulega minnst-
i ar framfarir hafi orðið í lækningu á geðveilu að því. er segir
1 í fréttum frá UNESCO, en nú hefur svo mikið unnizt i þeim
í efnum, að von er mikilla umbóta. Visindamenn eru komnir á
i sporið til þess að finna ný ráð við slíkum sjúkdómum, en geðveila
i er meðal algengustu og erfiðustu fjöldasjúkdóma á tuttugustu
j öldinni.
Nýr skordýraevðir unninn úr næpum.
i Bandarískir vísindamenn hafa framleitt nýjan skordýraeyði
\ úr næpum. Efni þetta er algjörlega skaðlaust mönnum og dýrum,
j enda hafa næpur verið notaðar til manneldis öldum saman.
\ Efnið nefnist 2-phenylisothiocyanate. Það er löngu þekkt, en
| ekki var kunnugt um þennan eiginleika þess, fyrr en nú. Skor-
dýraeyðingaráhrif þess endast þó ekki nema vissan tíma; þá
l gufar það upp og eyðingarmátturinn fer niður fyrir það mark,
\ sem veldur dauða skordýra. Þó má halda honum aðeins lengur
j með því að blanda efnið maísolíu.
]
J „Rafeindakýr".
í Það er ekki ofsögum sagt af rafeindatækninni. Nú berast sög-
ur af því að landbúnaðarverkfræðingar við Kansasháskóla í
Bandaríkjunum hafi búið til rafeindatæki, sem notað er til að
gefa kálfum. Þetta er eins konar rafeindakýr! Það fylgir sög-
unni, að eftirspurn eftir tækinu fari ört vaxandi.
Tæki þetta blandar vatni í þurrmjólkurblöndu, heldur henni
| heitri (38 gráður) og hleypir ákveðnu magni með ákveðnu milli-
i bili út gegnum túttu. Hægt er að breyta samsetningu blöndunnar
í að vild og bæta í hana lyfjum, ef þörf gerist. Tækið er notað
' í þessum tilgangi þar til kálfarnir eru sex til átta vikna, og geta
} 12 kálfar matazt í einu. Tækið kostar kringum 325 dali.
*
\
1
i
l