Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 189
Sv0^a eR LífiÐ
1 SJÖ ÁRA BEKK, sem Kjartan
Hjálmarsson, kennari í Kópavogi,
hafði veturinn 1960—61, voru
margir prýðilega athugulir og
bráðþroska krakkar og komu oft
upp í kennslustundum snjallar
hugmyndir.
Um páskaleytið var Kjartan að
segja börnum frá pínu, dauða og
upprisu frelsarans í átthagafræði-
tíma, og var meðal annars teikn-
uð mynd af krossunum þremur,
Kristi og ræningjunum krossfest-
um öðrum til vinstri og hinum til
hægri hándar honum.
Þá réttir einn hinna ungu spek-
inga upp höndina og spyr:
— Var það af þessu, sem farið
var að tala um vinstri og hægri
menn? •— Exó.
HÚNVETNINGUR einn settist
að í öðru héraði er hann var far-
inn að reskjast, og kynntist kona
hans þar sértrúarflokki, sem manni
hennar gazt ekki að. Gerðist hún
trúuð á þá vísu og hafði í frammi
nokkurn áróður við karl sinn og
gesti, er að garði bar.
Eitt sinn var ungur frændi hans
nætursakir hjá þeim og linnti Þá
konan ekki trúboðinu, vitnaði í
biblíuna og lét dæluna ganga.
Þegar karl var orðinn leiður á
þessu nauði og grunaði líka, að
hinn ungi frændi hans væri ekki
síður leiður, sagði hann fast en
með hægð:
— Það er allur andskotinn, sem
þeir eru farnir að setja í biblíuna
nú orðið. — Exó.
VE'STFIRZKUR maður hét
Friðrik, selaskytta mikil og afreks-
maður á marga lund. Hafði hann
þau orðtæki, að þegar hann hitti
ekki eða missti, sagði hann „Hitti
á bein“. En þegar hann veiddi vel,
sagði hann: „Heppinn var ég
núna“.
Eitt sinn fylgdi hann konu einni
yfir fjallveg, og segir ekki annað
af þeirri för en níu mánuðum
seinna elur konan barn og kennir
Friðriki.
Þá varð einum vina hans þessi
visa af munni:
Friðrik hefur faldarein,
fundið allvel búna.
Hefur ekki hitt á bein,
heppinn var hann núna.